Það er erfitt verkefni að lækna særðar barnasálir. Það kostar mikla þolinmæði og stundum þarf að fara ótroðnar brautir til að ná tilsettum árangri.


Líf án dýra? Það er gjörsamlega óhugsandi fyrir hjónin Jutta og Hardy Döring frá Westerwald í Þýskalandi.

Jutta og Hardy störfuðu sem bændur um langt skeið en hættu búskap fyrir nokkrum árum síðan. Þau voru með blandað bú þar sem lögð var aðaláhersla á akuryrkju ásamt svína- og nautgriparækt. En auk búfésins voru hundar og kettir, kindur, hænur og meira að segja eitt hross á heimilinu.

Árin sem hjónin stunduðu búskap mótaði þau á margan hátt til framtíðar. Í gegnum daglega umhirðu og samskipti við dýrin á heimilinu lærðu þau að þekkja þarfir þeirra og tjáningarform. Auk þess söfnuðu þau mikilvægri almennri reynslu í dýrahaldi sem átti eftir að koma þeim að góðum notum síðar í lífinu.

Eftir að Jutta og Hardy hættu búskap fengu þau nýtt mjög krefjandi verkefni. Þau gerðust fósturforeldrar og tóku að sér að annast börn búið var að taka úr forsjá foreldra sinna. Mörg barnanna voru þá komin með varanlegan skaða bæði af líkamlegri og andlegri vanhirðu eða ofbeldi.

Nýju fósturforeldrarnir reyndu allar mögulegar leiðir til að ná til barnanna og stuðla að þroska þeirra. Og einn góðan veðurdag er þau voru í sumarfríi á sveitabæ með fósturbörnin rákust þau á „félaga“ sem studdi þau á óvæntan hátt.

En þessi óvænta hjálparhella voru hestar.


Þegar Jutta og Hardy sáu áhugann hjá börnunum og gleðina sem skein úr augum þeirra við umönnun hrossanna voru þau ekki lengi að hugsa sig um. Þau urðu að eignast eigin hest!

Þau hikuðu ekki lengi og innan skamms voru þau búin að kaupa tvo smáhesta sem bitu gras á þeirra eigin landi við mikinn fögnuð barnanna.

Enn þann dag í dag hafa Jutta og Hardy ekki séð eftir því að hafa tekið þessa ákvörðun. Það leið ekki á löngu þar til fór að bera á jákvæðum áhrifum hestanna á börnin. Hver einasta klukkutími sem þau voru í samveru við hrossin bar meiri árangur en viðtalstímar hjá sálfræðingum, iðjuþjálfurum eða talmeinafræðingum.

Til dæmis var eitt fósturbarna þeirra með máltruflanir eftir alvarlegt sálrænt áfall. Um leið og litla stúlkan fékk að umgangnast hross fór að bera á framförum hjá henni. En ekki bara þessi litla stúlka naut góðs af samverunni með hrossunum, því öll börnin fóru að sýna framfarir á ýmsum sviðum. Þau fóru að geta tjáð sig betur, sýnt gleðitilfinningar á nýjan leik og náð betri tökum á árásarhneigð sinni.

Að fá að fara á hestbak, hugsa um hrossin, kemba þeim, fóðra þau eða bara að fá að knúsa þau, allt þetta gerði það að verkum, að börnin fóru að blómsta í umsjón þeirra hjóna.

En hrossin höfðu ekki aðeins jákvæð áhrif á börnin heldur líka á fjölskyldulífið og hrossin urðu miðpunktur fjölskyldunnar og sameiningartákn hennar. Þetta var eitthvað mörg barnanna höfðu aldrei kynnst á sínu stutta lífi. Þau voru nú öll sem einn einstaklega samtaka um að skapa „gott heimili“ fyrir hina nýju ferfættu vini sína.

Frístundir fjölskyldunnar fóru nú í að gera við girðingar og margt fleira sem tengist hestum. Allir fjölskyldumeðlimir hjálpuðust að við það sem leiddi til þess að það tengdi börnin böndum og kenndi þeim að bera ábyrgð á lífverum.

Nú fóru böndin fljótt að berast að íslenskum hestum, því annar smáhesturinn sem þau höfðu keypt hafði mjög loðinn vetrarfeld.

Þetta hross er örugglega blanda af íslensku hesti og einhverju öðru sagði einn af hestamönnunum sem sá smáhestana hjá þeim. Þau fóru því á stúfana og leit að hreinræktuðum íslenskum hesti hófst. Fyrir tilviljun rákust þau á hryssuna Golu sem er hin efnilegasta hryssa af góðum ættum og góðum ganghæfileikum.

En allir þessir kostir hryssunar voru aukaatriði fyrir þau á þessum tímapunkti. Hver hefur áhuga á tölti eða skeiði þegar svona mikilvægt fjölskylduverkefni er á döfinni?

Að hryssan væri fylfull var svo ekki tilgreint fyrren kaupin voru svo að segja gerð. Þetta atriði truflaði Juttu mjög, því hún ætlaði alls ekki að fara út í hrossarækt! Að taka á sig enn meiri ábyrgð en þegar var komið hvort heldur var fyrir tvífættar eða fjórtættar lífverur fannst henni nóg tilkomið.

Nei takk!

En það var orðið of seint. Eitt barnanna var orðið svo hrifið af hryssunni að Jutta hafði ekki brjóst í sér til að valda litlu stúlkunni sem var að venjast fjölskyldulífinu hjá þeim vonbrigðum og fara að hætta við kaupin. Þess vegna var hryssan keypt með því skilyrði að þau gætu skilað folaldinu aftur til ræktandans.

Öll fjölskyldan var hrifin af þessari fallegu vinalegu hryssu sem var vandræðalaus í umgegni við börnin.

Allir höfðu gaman af henni og einn góðan veðurdag stóð folald við hlið hennar á túninu. Fallegt dökkgrátt hestfolald sem fékk nafnið Gandalf. Öll fjölskyldan var yfir sig hamingjusöm og stolt af hestfolaldinu.

Litla folaldið var bæði hraust og sterkt enda átti það umhyggjusama móður og geysistóran hóp tvífættra áhangenda sem fylgu því hvert skref. Honum leið auðsýnilega vel og naut athyglinnar sem hann fékk og hoppaði og skoppaði um túnið.

Skyldi fjölskyldan hafa haft brjóst í sér að skila honum aftur til ræktandans?

Passar við þessa sögu:

MÓSA MINNING

Sagan sem á eftir fer birtist fyrst árið 1931 í tímaritinu „Dýraverndarinn“ og fjallar um það hverning hesturinn Mósi bjargar lífi ungs drengs á sveitaheimili fyrir u.þ.b. 100 árum.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna