„WIEDISCHENLAND“ RÆKTUN ÍSLENSKRA HROSSA Í ÞÝSKALANDI

Jutta og Hardy Döring eru búsett í Rüscheid sem er smáþorp í héraðinu Westerwald í Þýskalandi, þar sem þau hafa stundað hrossarækt í um nokkurra ára skeið.

Þau hjónin eiga rétt um 30 vel ættuð íslensk hross og fæðast árlega hjá þeim 2 til 6 folöld. Öll hross úr þeirra ræktun bera ræktunarnafnið „vom Wiedischenland“.

Þau leggja mikla áherslu á gott uppeldi hrossanna sinna og eru unghrossin höfð á stórum túnum með nægu plássi. Ræktunarhryssunum er haldið undir bestu stóðhesta sem völ er á hverju sinni eins og t.d. Álf og Álfastein frá Selfossi, Dalvar frá Auðsholtshjáleigu, Herjólf frá Ragnheiðarstöðum, Starra frá Herríðarhóli svo einhverjir séu nefndir.

Hvernig hjónin kynntust íslenskum hestum og hvað varð til þess að þau fóru að rækta íslensk hross á fullu lýsir Jutta í frásögn sinni sem er að finna hér á Hestasögu.

Jutta og Hary Döring frá Þýskalandi.

Þessi saga er hluti af framhaldssögu eða tengdum greinum

Viltu deila þinni hestasögu með okkur!

Hefur þú upplifað eitthvað eftirminnilegt í samskiptum þínum við hross eða kannski samið stutta hestasögu?

Ef svo er, endilega sendu okkur söguna þína!

SENDA INN SÖGU​

Passend zu dieser Geschichte:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna