Þó hestamennska okkar eigi sér að mestu leyti stað utan íþróttavalla og kynbótabrauta, þá fylgjumst við fullar af áhuga með því sem þar er að gerast. Oft höfum við dáðst að krafti og glæsileika sýningarhestanna og jafnvel dreymt um að eignast slíka gripi. Flestir í hestamennskunni þekkja þessa hesta, því þeir eru á allra vörum og mál lesa greinar og fréttaskot með upplýsingum um keppnisárangur um þá í hestafréttum um allan heim og skoða vídeó af þeim í WorldFeng eða á netinu.
En við vitum af eigin raun að það er til fullt af draumahestum sem hvergi er finna fréttir um á fréttamiðlum í hestaheiminum. Sögur af þeim eru sagðar yfir kaffibolla á kaffistofunni eða í útreiðartúrum og eru hvergi til á prenti. Við erum vissar um að ýmsar sögur af frækilegum afrekum hrossa utan keppnisbrauta eru til í fórum hestamanna um allan heim og hugmynd að vefsíðunni HestaSögu skapaðist.