UM OKKUR OG VEFSÍÐUNA OKKAR

Það sem tengir okkur er brennandi áhugi á íslenska hestinum.

Fyrst og fremst þykir okkur vænt um okkar eigin hesta þar sem þeir eru stór hluti af okkar daglega lífi og varla hægt að hugsa sér lífið án þeirra! Öll umönnun og hirðing hrossanna veitir okkur ómetanlegar gleðistundir. Í frístundum okkar förum við í skemmtilega útreiðartúra og njótum náttúrunnar með þeim. Hrossarækt stundum við einnig í smáum stíl, þannig að segja má að við höfum prófað svo til alla geira hestamennskunnar.

Þó hestamennska okkar eigi sér að mestu leyti stað utan íþróttavalla og kynbótabrauta, þá fylgjumst við fullar af áhuga með því sem þar er að gerast. Oft höfum við dáðst að krafti og glæsileika sýningarhestanna og jafnvel dreymt um að eignast slíka gripi. Flestir í hestamennskunni þekkja þessa hesta, því þeir eru á allra vörum og mál lesa greinar og fréttaskot með upplýsingum um keppnisárangur um þá í hestafréttum um allan heim og skoða vídeó af þeim í WorldFeng eða á netinu.

En við vitum af eigin raun að það er til fullt af draumahestum sem hvergi er finna fréttir um á fréttamiðlum í hestaheiminum. Sögur af þeim eru sagðar yfir kaffibolla á kaffistofunni eða í útreiðartúrum og eru hvergi til á prenti. Við erum vissar um að ýmsar sögur af frækilegum afrekum hrossa utan keppnisbrauta eru til í fórum hestamanna um allan heim og hugmynd að vefsíðunni HestaSögu skapaðist.

 

Monika Papenfuß

Tilgangur vesíðunnar er að skapa vettvang fyrir frásagnir og sögur sem tengjast íslenska hestinum og safna saman þeim saman á einn stað, aðgengilegan öllum á netinu.

Kæri hestamaður hefur þú ekki upplifað eitthvað eftirminnilegt með hestinum þínum sem þig langar til að deila með okkur og lesendum vefsíðunnar okkar? Ef það er tilfellið, þá er þér velkomið að hafa samband við okkur. Okkur hlakkar til að að heyra frá ykkur.

Kristín Halldórsdóttir

Kristín og Monika

Viltu deila þinni hestasögu með okkur!

Hefur þú upplifað eitthvað eftirminnilegt í samskiptum þínum við hross eða kannski samið stutta hestasögu?

Ef svo er, endilega sendu okkur söguna þína!

SENDA INN SÖGU