VONIR OG DRAUMAR FULLORÐINNA GETA ORÐIÐ AÐ VERULEIKA!

Fósturbörn Juttu og Hardy Döring tóku miklum framförum í samveru við hross. Mynd/Jutta Döring

Munið þið eftir Döring fjölskyldunni sem við kynntum fyrir ykkur í frásögn hér á Hestasögu fyrir skömmu? Fjölskyldan sem fór að stunda hestamennsku aðallega til að geta hjálpað fósturbörnum sínum sem voru flest tilfinningalega sködduð og sum jafnvel líkamlega eftir ofbeldi á heimilum þeirra?

í gegnum börnin kynntust Jutta og Hardy Döring íslenskum hestum og heilluðust af þeim á augabragði. Það endaði með því að þau hjónin keyptu fylfulla íslenska hryssu þrátt fyrir að upphaflega var það ekki á planinu hjá þeim að fara út í hrossarækt. Enda voru þau staðráðin í því að skila folaldinu til ræktandans um leið og það yrði hægt.

Það þarf þó engan að undra að þetta plan hafi ekki gengið upp, því um leið og folaldið leit dagsins ljós voru allir í fjölskyldunni, yfir sig hrifnir af því. Engan grunaði þá, að þetta litla hestfolald myndi verða til þess að hestamennska fjölskyldunnar fengi allt annað hlutverk en upphaflega var ætlað.

Folaldið, sem hafði fengið nafnið Gandalf, þroskaðist vel. Döring fjölskyldan fór nú að veita fleiri einkennum íslenska hestsins eftirtekt. Þau höfðu þegar kynnst hinu góða geðslagi hestanna, en nú bættist við áhugi á fegurð hrossanna og ganghæfileikum.

Það kom því ekki annað til greina en að sýna afkvæmiið einhvers staðar opinberlega! Þessi fyrsta „sýning“ á litla kynbótagripnum þeirra var ógleymanleg upplifun fyrir alla í fjölskyldunni.

Þau tóku sig til og fóru fótgangandi með folaldið og móður þess á folaldasýningu í nágrenninu. Þegar áfangastað var náð var Gandalf litli orðinn hálf lúinn og því ekki eins vel fyrir kallaður í sýningunni en annars hefði verið. En það skipti ekki svo miklu máli fyrir Döring hjónin.

Aðalatriðið var, að þetta var frábær upplifun fyrir alla og það sem meira var, að Jutta og Hardy voru komin með brennandi áhuga á hrossarækt!

Þau fóru að sanka að sér þekkingu um íslenska hestinn, ræktun hans og umönnun. Fljótlega voru þau búin að koma sér upp nokkrum hryssum og stofnuðu lítið hrossaræktarbú sem þau hafa nefnt Islandpferde vom Wiedischenland (íslenskir hestar frá Wiedischenland).

Gandalf vom Wiesichenland nýfæddur. Mynd/Jutta Döring

Þau keyrðu þvers og kruss með hryssurnar sínar til að koma þeim undir rétta stóðhestinn og létu langar vegalengdir ekki stoppa sig. Þau jafnvel keyrðu alla leiðina til Danmerkur til að koma einni af ræktunarhryssunum undir stóðhestinn Viktor fra Diisa sem hafði heillað þau svo mjög á HM 2009 í Sviss.

Og þess vegna var það einmitt þessi stóðhestur varð fyrir valinu handa hryssunni þeirra henni Golu. Þau vissu líka að Viktor hafði verið mjög hátt dæmdur í kynbótasýningum og sigursæll í íþróttakeppnum undanfarinna ára. Árið eftir fæddist svo merfolaldið Gloría vom Wiedischenland undan þessum fræga stóðhesti öllum til mikillar ánægju.

Eins og sjá má af dæminu hér fyrir ofan stunda þau hjónin hrossarækt af mikilli natni og vanda sérlega vel til vals á stóðhestum fyrir hryssurnar sínar. Þeim fæðast jafnan nokkur folöld á ári sem þau hafa mjög gaman af og eru líka ákaflega stolt af. Á tiltölulega stuttum tíma fjölgaði hrossunum ört.

Nú var svo komið að ræktun íslenskra hrossa var ekki aðeins áhugamál þeirra heldur var það orðið að ástríðu og meira að segja aukabúgrein, En hrossin voru og eru í dag orkugjafi sem gefur þeim kraft til að takast á við verkefni dagsins.

Villimey vom Maischeiderland fylfull við litförótta stóðhestinum Manna vom Flókaberg. Mynd/Jutta Döring

Þau hjónin eru alltaf tilbúin til að leita á vit nýrra ævintýra. Þau hafa undanfarið kynnt sér ræktun litföróttra hrossa. Nú hafa þau ákveðið að leggja sitt af mörkunum til að styðja við ræktun þessa sjaldgæfa litaafbrigðis hjá íslenska hestinum. En eins og þeim einum er lagið hugsuðu þau sig ekki lengi um og fóru með tvær hryssur undir brúnlitförótta stóðhestinn Manna vom Flókaberg.

Ef þau fengju tvö heilbrigð litförótt folöld á næsta ári myndu vonir þeirra og stór draumur rætast!

Þýtt úr þýsku


Gloría vom Wiedischenland, fædd 2011

Ætt
Faðir:
Ff.:
Fm.:
 Viktor fra Diisa
Garri frá Reykjavík
Svana frá Neðra-Ási
Móðir:
Mf.:
Mm.:
Gola vom Maischeiderland
Ganti vom Maischeiderland
Garún frá Lækjarbotnum

Passar við þessa sögu:

MÓSA MINNING

Sagan sem á eftir fer birtist fyrst árið 1931 í tímaritinu „Dýraverndarinn“ og fjallar um það hverning hesturinn Mósi bjargar lífi ungs drengs á sveitaheimili fyrir u.þ.b. 100 árum.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna