Ég gjörsamlega féll fyrir Smillu þegar ég sá hana í fyrsta skipti. Hún var þá lítill, sætur hvolpur, sem var bundin við bíl eiganda síns á meðan hann var að járna hesta. Ég var að koma af kynbótasýningu þegar ég mætti þeim og þessi litla, fallega tík kom á móti mér, dillandi litlu rófunni sinni og flaðraði upp um mig. Hún var greinilega fegin að einhver kom og stytti henni stundir á meðan hún beið eftir því að eigandinn lyki dagsverkinu.
Ég spurði hvort hvolpurinn væri til sölu, en fékk strax áveðið svar, „nei, ekki aldeilis!“ Tíkin var ekki föl, því járningamaðurinn batt miklar vonir um, að hún gæti orðið gott efni í ræktunartík.
Vonsvikin gekk ég í burtu og var leið yfir því hvernig maðurinn gat látið hvolpinn sitja tímunum saman bundinn við bílinn. Ég ólst upp með Border Collie hundum og þekki þarfir þessarar hundategundar því mjög vel. Mér fannst Smilla vera einn fallegasti Border Collie hvolpurinn sem ég hafði nokkurn tíma séð og akkúrat hundurinn sem ég var að leita að! En það þýddi víst lítið að hugsa um það, því hvolpurinn var ekki til sölu.
Nokkrum mánuðum síðar fékk ég upphringingu frá járningamanninum þar sem hann spurði mig afdráttarlaust, „hefurðu ennþá áhuga á því að fá tíkina?“ í millitíðinni hafði hann komist í raun um að hann hafði engan tíma fyrir Smillu meðal annars líka vegna þess að fjölskylduaðstæður hjá honum höfðu breyst því konan hans var nýbúin að eignast barn.
Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um og vildi auðvitað ennþá eignast tíkina. Á sama tíma gerði ég mér grein fyrir, að ég væri að fá í hendurnar hund, sem ekki hafði fengið rétt uppeldi og svo til enga ögun eða örvun í uppvextinum.
En ég hafði ekkert val – Smilla átti að verða mín. Ég fann það á mér, að forlögin höfðu ákveðið löngu fyrirfram að svo ætti að vera.
Á HM í Norrköping í Svíþjóð tók ég við hálfvitlausum tíkarhvolpi. Bæði börnin mín voru í sjöunda himni, en hrifningin dofnaði fljótt því óþekkt og hamagangur Smillu gekk mjög nærri þeim og þau réðu ekkert við hana.
Það tók töluverðan tíma og þolinmæði að grípa inn í líf þessa unga hunds sem hafði farið svona gjörsamlega úr böndunum og ég þurfti að vera mjög ákveðin við hana. En á endanum varð úr Smillu minni frábær fjölskylduhundur sem fylgdi mér jafnan á útreiðum, dró börnin mín á fullri ferð á sparkbrettum eða bara kúraði hjá okkur á stofusófanum. Hún elti mig á röndum svo ég þurfti aldrei að hafa hana í ól. Allir í fjölskyldunni elskuðu hana.
Mörgum árum síðar þegar Smilla var orðin 14 ára gömul, var hún með móður minni í sveppatínsluferð út í skógi. Mamma fór daglega með hundinn sinn og Smillu í göngutúra og hafði m.a. mjög gaman af því að tína sveppi í hinu fallega skóglendi í nágrenni heimilis okkar.
Móðir mín vissi nákvæmlega hvar sveppi var að finna og báðir hundarnir þekktu þessi svæði líka mjög vel.
En einn góðan veðurdag einmitt í einni af þessum sveppatínsluferðum hennar mömmu hvarf Smilla!
Móðir mín átti bágt með að trúa að Smilla væri týnd, því hún gat alltaf með þefvísi sinni rakið sig aftur til okkar og vissi líka jafnan hvert við vorum að fara. Móðir mín fór strax að leita að Smillu, en það var eins og jörðin hefði gleypt hana. Alveg sama hvað mamma kallaði hátt og hvert hún fór, Smilla var hvergi sjáanleg. Hún hringdi í mig alveg eyðilögð af áhyggjum er ég var á leiðinni í vinnuna.
Ég trúði þessu ekki. Það hlaut eitthvað að hafa komið fyrir Smillu. Hún hlýtur að hafa meiðst eða á einhvern hátt orðið veik. Annað kom bara ekki til greina. Ég hringdi á vinnustað minn og lét vita af því að ég gæti ekki komið. Ég varð að finna Smillu. Ég hringdi í son minn sem kom strax með kærustunni sinni til að hjálpa okkur við að leita.
Við hófum leitina á því svæði sem móðir mín hafði verið að tína sveppi. Þar er mikið skóglendi og grenitrén standa mjög þétt saman þannig að erfitt er að fá yfirsýn yfir svæðið.
Smilla gæti verið föst einhvers staðar, hugsaði ég. Hún er komin til ára sinna og orðin ansi stirð. Kannski hefur hún meitt sig það illa að hún getur ekki gengið. Hugmyndaflug mitt fór á fulla ferð og var ekki að miskunna mér.
Ég var farin að tárfella, en um leið reyndi ég að hugsa skýrt því ég vissi að það væri eina leiðin til að finna hana aftur. Ég þekkti hana manna best og vonaði að hugsanir mínar myndu leiða mig til hennar.
Eftir margra klukkutíma leit var okkur ljóst að við þurftum að endurskipuleggja leitina. Við birtum Fésbókar-færslu „týnd tík“ og vonuðum að við myndum fá fólk til að taka þátt í leitinni með okkur.
Fljótlega vorum við búin að fá hóp af sjálfboðaliðum til aðstoðar við leitina að Smillu. Sumir komu okkur til hjálpar af því þeir þekktu mig vegna starfs míns sem dýralæknir, en aðrir komu og lögðu okkur lið því þeir vissu hvað það er erfitt að týna hundinum sínum. Sumir sjálfboðaliðarnir komu með eigin hunda í þeirri von að það myndi hjálpa til við leitina að Smillu.
Ég var mjög þakklát þegar eigandi hundsins Mammut sem er af kyninu „Stóri Dani“ tók að sér að stjórna leitinni. En þessi kona hefur í áraraðir komið með hundana sína í meðferð til mín. Ég hafði hins vegar fram til þessa ekki haft hugmynd um hæfileika Mammuts sem leitarhunds.
Vonir mínar um að finna Smillu lifandi fóru sífellt þverrandi og ég vissi ekki hvað til við ættum til bragðs á að taka. Eigandi Mammuts skipti skóginum upp í svæði og skipti þeim upp á milli okkar. En þrátt fyrir þessi skipulegu leit fundum við hvorki tangur né tetur af Smillu.
Einn af sjálfboðaliðunum var með unga Border Collie tík. Þessi fallegi hundur minnti mig á Smillu þegar hún var ung og hafði óendanlega orku og gafst aldrei upp. Ég varð óendanlega sorgmædd þegar ég hugsaði til þess að ég ætti aldrei aftur eftir að sjá hundinn minn. Við urðum bara að finna hana. Það var eitthvað sem var ekki alveg eðlilegt við þetta.
Maðurinn með Border Collie tíkina var sá eini sem eftir var af leitarfólkinu. Þegar tók að dimma hélt hann áfram að leita með vasaljósi og leitaði á svæði sem liggur við hliðina á hraðbrautinni.
Ég var sjálf búin að gefast upp og hætt að leita. Ég brast í grát og tárin runnu óstöðvandi niður vanga mína. Við ákváðum að fara heim til að hvíla okkur og fá ofurlítinn svefn. Það væri hvort eð er ómögulegt að finna Smillu í myrkrinu.
Á þeim stað sem móðir mín lagði bílnum sínum breiddum við út teppi og setjum hundmat í skál. Ég veit að Smilla væri fyrir löngu kominn á þennan stað ef hún hefði bara getað það, en samt fórum við að ráðum eiganda Mammuts og skildum teppið eftir.
Það hlaut að vera einhver ástæða fyrir því að Smilla gat ekki fundið okkur. Það vaknaði hjá mér vonarneisti, því við ákváðum að hittast öll í bítið næsta morgun og halda leitinni áfram. Þegar við hittumst í birtingu næsta dags var hundamaturinn á sínum stað og Smilla sennilega einhvers staðar lengst í burtu eða jafnvel dauð.
Ég hugsaði um það alla nóttina hvernig við myndum verja síðasta leitardeginum. Ég taldi best að við myndum mynda ganga saman í beinni röð og mynda nokkurs konar leitarkeðju um leitarsvæðið til að vera fullviss um að hún væri ekki þar.
Ég hefði aldrei getað fyrirgefið sjálfri mér ef Smilla hefði verið allan tíma í nágrenni við okkur án þess að geta gert vart við sig og við ekki fundið hana. Er allir voru komnir á sinn stað gengum þannig í gegnum allt svæðið. Þegar við vorum komin að hraðbrautinni án þess að finna Smillu missti ég móðinn.
Það sáu allir hvað ég var niður beygð af sorg. Ég bað fólkið að leita með mér hinum megin við hraðbrautina þrátt fyrir að ég hafði leitað þar mjög vel deginum áður.
Við gengum áfram í röð saman og ég kallaði stöðugt á Smillu. Smilla myndi ekki gera vart við sig með því að gelta, en ef hún myndi strax koma ef hún heyrði til mín.
Er við komum að mjög erfiðu votlendu svæði sá ég glitta í Smillu í gegnum kjarrið. Hún sat skjálfandi þarna og horfði í áttina frá mér. Ég kallaði aftur á hana og þegar hún snéri höfðinu til mín sá ég gleðina skína úr augunum hennar.
Ég hraðaði mér í gegnum mýrina og Smilla kom á móti mér með dinglandi skottið. Ég táraðist af gleði og faðmaði hana.
Ungi maðurinn og allir hinir sem leituðu með okkur og urðu vitni að fagnaðarfundunum okkar fóru líka að tárast. Það var ótrúleg upplifun að sjá hvað allir sýndu mér mikla samkennd á þessu augnabliki. Þetta fólk hafði ótal mörgum sinnum leitað að týndum hundum áður, en þetta var í fyrsta skipti sem hundur sem leitað var að fannst lifandi. Ég hélt á Smillu alla leið að bílnum og fyrir aftan mig heyri ég unga manninn með Border Collie tíkina endurtaka í sífellu, við fundum hana lifandi, við fundum hana lifandi, við fundum hana lifandi!
Þegar ég setti Smillu niður við bílinn tók ég eftir því að hún var mjög völt á fótunum. Hún gat varla staðið og þurfti hjálp. Allar augnahreyfingar voru órólegar og augasteinninn hreyfist hratt fram og tilbaka.
Þar sem ég er dýralæknir að atvinnu gerði ég mér strax grein fyrir hvað hafði komið fyrir. Smilla hefur fengið heilablóðfall sem gerir það að verkum að jafnvægisskynið fer í ólag.
Það er ekki óalgengt hjá eldri hundum og getur komið án nokkurs fyrirvara. Sennilega hefur hún fengið það mjög snögglega og henni algjörlega að óvörum svo hún hefur dottið og ekki getað staðið upp.
Eftir að hafa legið þannig í óákveðin tíma hefur hún sennilega komist á fætur og reynt að finna okkur, en þess í stað villst ennþá lengra í burtu frá okkur þar sem jafnvægisskyn hennar var ennþá í ólagi.
Að lokum hefur hún lent í mjög þéttu kjarri þar sem hún átti ennþá erfiðara með að komast áfram. Aumingja litla tíkin mín. Alein og yfirgefin, köld og blaut.
Þegar allir höfðu fengið að klappa Smillu sem voru með í leitinni þakkaði ég þeim fyrir hjálpina og við héldum heim á leið.
Ég var svo hamingjusöm að hafa fundið hana og jafnframt fundið skýringuna á hvarfi hennar. Ég vissi að Smilla myndi aldrei fara eitthvað að flakka eitthvað í burtu af sjálfsdáðum. En í þessu tilfelli gat hún ekki reitt sig á þefskynið og hún var alveg jafn ráðvillt og við. Og kannski hefur hún heyrt okkur kalla á sig en ekki getað staðið á fætur.
Nokkrum vikum síðar var Smilla að mestu leyti búin að ná sér. Hún var ennþá veikburða og völt á afturfótunum, en geðslagið var það sama og áður.
Það eina sem breyttist við þetta ævintýri er að nú horfir hún oftar til baka en áður, þegar hún hleypur á undan okkur í gönguferðum.
Hún vill vera alveg örugg með að húsbóndi hennar hverfi ekki aftur frá henni. Það er hennar aðferð til að vinna úr þessum atburði. Og þar sem hún er gáfaður hundur veit hún að það er besta aðferðin til að forðast það svona atburður endurtaki sig aftur hjá henni.
Rebecka Frey
Þýtt úr sænsku