Verðlaunahafinn Nika Wahl ásamt hestinum Keili og Hestasöguteyminu.

Fyrir skömmu fór fram verðlaunaafhending sögusamkeppni Hestasögu í blíðskapar veðri. Eins og áður hefur verið greint frá, fékk hin 8 ára gamla Nika Wahl frá Þýskalandi fyrstu verðlaun fyrir söguna sína „Afmælisgjöfin hennar Lóló“. Frábær smásaga, fallega myndskreytt og meira að segja skilað inn á handskrifuðu formi!

Nika tekur við verðlaununum sínum.

Hvað skyldi nú vera inn í pakkanum?“
Nika ljómaði af ánægju er hún hafði opnað pakkann sinn.

Það má segja að það hafi verið til einhvers að vinna fyrir Nika, því aðalvinningurinn var hljóðbók með ævintýrum bræðranna Nonna og Manna eftir Jón Sveinsson. Fyrir þá sem ekki þekkja þessar skemmtilegu sögur má benda á stutt sýnishorn úr einni af bókum Jóns hér á Hestasögu ásamt æviágripi hans. En Nika fékk líka fallegan lyklahring með þrívíddar töltara í íslensku fánalitunum frá fyrirtækinu Neddens Tierfoto og leikfangahest.

Hestasaga vonar að Nika hafi gaman að gjöfunum og óskar henni alls hins besta í framtíðinni!

Hljóðbók með ævintýrum Nonna og Manna, lyklahringur og leikfangahestur

Passar við þessa sögu:

MÓSA MINNING

Sagan sem á eftir fer birtist fyrst árið 1931 í tímaritinu „Dýraverndarinn“ og fjallar um það hverning hesturinn Mósi bjargar lífi ungs drengs á sveitaheimili fyrir u.þ.b. 100 árum.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna