VERÐLAUNASAGAN EFTIR NIKA WAHL

Höfundur sögunnar Nika Wahl á hestinum Keili vom Heesberg. Mynd/Carola Wahl

Eftirfarandi saga sem hlaut fyrstu verðlaun í sögusamkeppni Hestasögu er eftir 8 ára gamla þýska stúlku, sem heitir Nika Wahl! Þessi skemmtilega saga er fallega handskrifuð og myndskreytt af Niku og er í alla staði til fyrirmyndar.

En Nika er ekki bara efnilegur listamaður heldur einnig hestamaður af lífi og sál og byrjaði sem smábarn að stússa með afa sínum í hesthúsinu. Hún fer reglulega í reiðtíma og var fljót að ná tökum á hestinum Keili.
Stóri draumurinn er að geta tekið þátt í íþróttakeppni á honum.
Við hjá Hestasögu erum vissar um að þessi unga stúlka á ekki aðeins efnilega framtíð fyrir sér á keppnisvellinum heldur einnig ritvellinum! Við þökkum henni kærlega fyrir söguna og myndirnar og óskum henni góðs gengis í framtíðinni.


AFMÆLISGJÖFIN HENNAR LÓLÓ

Það er komið sumarfrí. Lóló er búin að vera leika sér með leikfangahestana sína í marga daga og á morgun á hún afmæli. Hún getur ekki sofið fyrir spenningi. Lóló veltir því fyrir sér, hvað hún skyldi nú fá í afmælisgjöf! Næsta morgun fór Lóló eldsnemma á fætur og gekk inn í stofu. Þar var allt dimmt.

En skyndilega heyrði Lóló raddir og svo kviknaði allt í einu á ljósunum. Þarna var fjölskylda hennar saman komin og söng fyrir hana: „Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæli hún Lóló, hún á afmæli í dag“ og Lóló byrjaði að opna pakkana.

Afmælisbarnið Lóló í sjöunda himni yfir öllum afmælisgjöfunum. Mynd/Nika Wahl

Hún fékk sippuband og stuttermabol með mynd af hesti. Auk þess fékk hún reiðbuxur.

Lóló spurði sjálfa sig: „Reiðbuxur?? Hvers vegna skyldi ég nú hafa fengið reiðbuxur?“

En svo tók hún eftir bréfinu. Hún opnaði það.
Í bréfin stóð eftirfarandi:

Elsku Lóló.
Mér var sagt, að þú lékir þér mikið með leikfangahestana þína. Okkur langar til að bjóða þér að koma í sveitina til okkar og vera hér, ásamt foreldrum þínum, í eina viku!

Kær kveðja frá okkur á sveitabænum!

Lóló var frá sér numin af gleði og kallaði upp yfir sig: „Frábært!“ Stuttu seinna lögðu þau af stað. Þau keyrðu framhjá ökrum og túnum með fullt af kindum á beit. Og þegar þau voru næstum komin á áfangastað sá hún líka hross á beit. Þá vissi hún að þau voru loksins komin.

Pönnukaka með eplamauki. Mynd/Nika Wahl

Þegar þau stigu út úr bílnum kom geltandi hundur í áttina til Lólóar. Síðan kom kona og sem sýndi þeim hvar þau ættu að sofa. Í íbúðinni hengu margar hestamyndir á veggjunum.

Um kvöldið borðuðu þau saman pönnukökur með eplamauki. Næsta dag byrjuðu þau á að borða morgunmat. Þau fengu rúnnstykki með sultu. Síðan fór Lóló með foreldrum sínum inn í hesthús.

Þar voru svooo rosalega margir hestar. Henni fannst ELMAR vera fallegastur. Hún fékk að teyma Elmar út úr stíunni sinni með aðstoð reiðkennarans.

Elmar var mjög þægur og lét teyma sig vandræðalaust þangað sem hún gat bundið hann og kembt honum. Síðan lagði Sigga, reiðkennarinn hennar, hnakk og beisli á Elmar.

Elmar, Brúnki, Skjóni og Gráni í stíunum sínum. Mynd/Nika Wahl

Og loksins, loksins mátti Lóló fara í fyrsta skipti á hestbak. Henni fannst hún sitja svo hátt uppi en það var einnig svo yndislega HIMMNESKT.

Elmar var fallegasti hesturinn í hópnum, en stundum reif hann af henni taumana og stakk hausnum á kaf ofan í grasið í stað þess að halda áfram eins og hann eiginlega átti að gera. Lóló fekk að fara á hestbak á hverjum degi og á síðasta degi frísins fékk hún meira að segja að fara í útreiðartúr á Elmari.

Lóló veit núna alveg uppá hár hvað hún ætlar að óska sér í afmælisgjöf næst þegar hún á afmæli!!

Nika Wahl, 8 ára

Passar við þessa sögu:

MÓSA MINNING

Sagan sem á eftir fer birtist fyrst árið 1931 í tímaritinu „Dýraverndarinn“ og fjallar um það hverning hesturinn Mósi bjargar lífi ungs drengs á sveitaheimili fyrir u.þ.b. 100 árum.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna