úr flokknum menning og saga:

75 ÁR LIÐIN FRÁ ANDLÁTI JÓNS SVEINSSONAR

JÓN SVEINSSON OG KVEIKJAN AÐ BÓKUNUM HANSHin merki rithöfundur Jón Sveinsson er mörgum ef til vill kunnari undir gælunefninu „Nonni“ sem einnig var nafn aðalpersónunnar í bókunum hans.

Jón skrifaði alls tólf Nonna bækur þar sem hann, eins og hann greinir sjálfur frá, fjallar aðallega reynslu frá bernsku- og unglingsárum sínum. Hann var orðinn 54 ára gamall þegar fyrsta bókin hans kom út árið 1912 og óraði ekki fyrir því þá hversu farsæll rithöfundaferill hans átti eftir að verða.

Bækurnar hans birtust upphaflega á þýsku en voru síðan smám saman þýddar á um það bil 40 tungumál. Þær hafa verið prentaðar í milljóna upplagi og heillað börn, unglinga og fullorðna hringinn í kringum hnöttinn.

Tilgangur Jóns Sveinssonar var að veita fólki gleði með sögunum sínum, því hann hafði tekið eftir því á lífsleið sinni, hversu margir voru dagsdaglega hrjáðir af sorg og kjarkleysi.

„Mig langaði að vinna gegn þessu algenga meini í gegnum bækurnar mínar og ekki aðeins ná til unglinga heldur einnig til fullorðinna“ (tilvitnun úr Svensson, Jón: Wie Nonni das Glück fand, Neusäß: SJM-Verlag 2011, bls. 198 ff.).

Og það tókst honum. Á meðan hann lifði fékk hann ótal bréf frá lesendum sínum um allan heim sem tjáðu honum að þeir hefðu endurheimt gleði sína og hugrekki í gegnum bækurnar hans.

En hvernig tókst honum að ná þessu markmiði?

Jón tekur lesandann með sér og leyfir honum að taka þátt í ævintýrunum sem Nonni og litli bróðir hans Manni upplifa saman í hrjóstrugri náttúru Íslands. Lesandinn sekkur á kaf í heim Nonna sem þrátt fyrir marga harða baráttu við náttúruöfl Íslands lifir í sátt við náttúruna og snýr aftur til fátæklegs heimilis síns þar sem kærleiksríkir foreldrar hans taka á móti þeim bræðrum eftir vel heppnað ævintýri.

Kannski er þessi einfalda uppskrift af hamingjunni það sem hrífur fólk mest og það sem það innst inni þráir sjálft að fá að upplifa.

Monika

þýtt úr þýsku

Viltu deila þinni hestasögu með okkur!

Hefur þú upplifað eitthvað eftirminnilegt í samskiptum þínum við hross eða kannski samið stutta hestasögu?

Ef svo er, endilega sendu okkur söguna þína!

SENDA INN SÖGU

SÖGURNAR OKKAR

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna