3. HVER MUNURINN Á TÖLTI OG LULLI?

Öll Reber fjölskyldan var dugleg að sækja reiðtíma

Í síðasta kafla var sagt frá því hvernig Reber fjöskyldan eignaðist Stjarna, fyrsta íslenska hestinn sinn. Kannski tóku lesendur eftir myndinni í lok kaflans af móður Veru, þar sem hún stendur við hliðina á Stjarna og augu hennar ljóma af gleði.

„Móðir mín var svo stolt og hamingjusöm með Stjarna,“ segir Vera. En það vorum við eiginlega öll líka. Faðir minn fann, að nú var hann búinn að finna það sem hann var hafði lengi leitað að.

Það leið því ekki á löngu þar til Stjarni fékk íslenska félaga í gerðið til sín. Núna gátum við líka loksins farið saman í útreiðartúra á sunnudögum. Það var líka búið að vera lengi á óskalista föður míns.

Foreldrar mínir nutu þessara „sunnudags-fjölskyldureiðtúra“ í botn, en okkur krökkunum fannst það nú minna spennandi. Mætti kannski líkja því við „sunnudags-göngutúra“ sem sumir jafnaldrar okkar þurfa að láta yfir sig ganga um helgar.

Samt var þetta skemmtilegur tími sem ég myndi ekki vilja hafa misst af. Það var aðeins eitt atriði sem við vorum að spá í og vantaði til að gera hamingju okkar í reiðtúrunum fullkomna.

„Íslensku hestarnir áttu að vera fótvissir og afskaplega mjúkir og þægilegir í reið, “ segir Vera. „Þeir voru fótvissir eins og búið var að segja við okkur, en okkur þeir voru allt annað en þægilegir í reið því við hossuðumst í allar áttir á þeim,“ bætir Vera við hlægjandi. „Ég held bara að það hafi verið þægilegra að sitja hjaltlandseyjahestinn minn.“

Eins og venjulega var það faðir minn sem tók af skarið. Hann tók upp símtólið og hringdi í Walter Feldmann eldri til að leita ráða.

„Jæja, er þá komið svona fyrir ykkur,“ sagði Walter ákveðinn, „ekkert mál. Ég sendi ykkur son minn. Hann sýnir ykkur hvernig á að ríða tölt á hrossunum ykkar!“

Walter Feldmann yngri á einum af fyrstu reiðnámskeiðunum í Wurz.

Og hann stóð við loforð sitt! Árið 1972 kom Walter Feldmann yngri í fyrsta skipti til Wurz og tók okkur í kennslu. Frá þessum degi var ekkert sem hélt aftur af okkur. Við vorum búin að einsetja okkur að ná taki á töltinu, en fram að þessum tímapunkti er ekki hægt að segja að við höfum fundið mikið fyrir tölti í hrossunum okkar.

Ég var aðeins 9 ára gömul þegar ég fékk fyrst að taka þátt í reiðnámskeiði hjá Walter Feldmann. Í millitíðinni var meira að segja búið að gera hringvöll í Wurz.

Upp frá því kom Walter alltaf einu sinni á ári og hélt reiðnámskeið hjá okkur. Þegar hann fór í sína heimsfrægu reið þvert í gegnum Bandaríkin árið 1976 þurftum við að leita á ný mið með reiðkennara. Ekkert okkar var tilbúið til að missa af þessum árlegu reiðnámskeiðum.

Því miður áttu hestarnir erfitt með að tölta á hringvellinum því undirlagið var of þungt þannig að við bara heldum áfram að þjálfa í gerðinu okkar og notuðum völlinn lítið sem ekkert. Þvílík sóun á peningum vegna vankunnáttu!

En þetta létu foreldrar mínir ekki stoppa sig og áhuginn á því að bæta kunnáttu sína í reiðmennsku dofnaði ekki þrátt fyrir þessa erfiðleika.

Í millitíðinni hafði „Íslands-hesta-vírusinn“ breiðst út í Þýskalandi. Stöðugt fleiri voru í leit að íslenskum hesti handa sér. Þeim var bent á að fara til Schellenmühle hjá Aschaffenburg þar sem innflutt hross frá Íslandi voru reglulega boðin til sölu. Þar hittust allir sem eitthvað máttu sín í Íslandshesta-senunni sem stöðugt stækkaði. Algent var að öll hross væru seld eftir þrjá daga.

Einnig foreldrar mínir voru algjörlega smituð af þessum „vírus“, þess vegna fórum við reglulega til Aschaffenburg til að skoða hesta.

þýtt úr þýsku

Foreldrar Veru Reber tóku þátt í öllum reiðnámskeiðum sem völ var á.

Passar við þessa sögu:

MÓSA MINNING

Sagan sem á eftir fer birtist fyrst árið 1931 í tímaritinu „Dýraverndarinn“ og fjallar um það hverning hesturinn Mósi bjargar lífi ungs drengs á sveitaheimili fyrir u.þ.b. 100 árum.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna