GALDRABÓKIN

Ung einmana stúlka sem býr í stórborg finnur bók upp á hálofi húss síns með einstökum boðskap. í svefni fer hún draumförum inn í aðra veröld sem breytir lífi hennar.


Þetta var kaldur, grár nóvemberdagur og regnið hamraði á gluggarúðunum. Himinninn var grár, grár eins og þokan sem hékk yfir borginni og grár eins og tilbreytingarlaust stórborgarlífið.

Gwendolyn hafði lifað þessu lífi frá því hún mundi eftir sér. Hún bjó í næsta nágrenni við fjöldann allan af fólki, þar sem fólk býr dyr við dyr og glugga við glugga en samt gat hún ekki sagt að hún þekkti eina einustu manneskju neitt nánar.

Þess vegna var hún ein í herberginu á þessum gráa nóvemberdegi og hlustaði á regnið falla. Að öðru leyti var allt hljótt í kringum hana. Í hverjum ætti hún svo sem að heyra?

Í nokkrar mínútur sat Gwendolyn niðursokkin í hugsanir sínar, en síðan dreif hún sig á fætur. Hún ætlaði að fara upp á háaloft þar sem hún gæti sjálfsagt fundið einhverja bók sem hún gæti að stytt sér stundir við að lesa.

Til að komast upp á háaloft þurfti Gwendolyn að fara upp mjóan stiga sem marraði og brakaði í eins og stiginn hefði verið ónotaður í hundruðir ára.

Úr loftinu skein smá ljóstíra sem gerði henni kleyft að sjá eitthvað í kringum sig. Hún rótaði dágóða stund í kössunum sem var raðað snyrtilega í stafla þar til hún rakst á eitthvað og áttaði sig ekki á því hvað það var. Hluturinn var mjúkur en samt harður.

Hún sá blaðsíðunar en ekkert var prentað á þær. Gwendolyn dró djúpt andann, því hún áttaði sig ekki alveg á því hvað hún var með í höndunum. Í stutta stund hélt hún niður í sér andanum.

Síðan ákvað hún að taka „fjársjóðinn“ með sér niður í herbergið sitt til að skoða betur. Þegar hún gekk niður tröppurnar sló hjarta hennar hraðar.

Hún lagði hlutinn frá sér á skrifborðið sitt og skoðaði betur. Þetta var bók, á því lék enginn vafi, en þetta var ekki nein venjuleg bók sem hægt væri að kaupa í bókaverslunum.

Á kápuna var búið að líma mjúkar skinnpjötlur og blaðsíðurnar voru handskrifaðar. Nú varð Gwendolyn forvitin. Hún opnaði bókina og byrjaði að lesa.

Elsku Gwendolyn.

Ef þú einhvern tímann skyldir opna þessa bók, þá njóttu hennar.

Þú skalt þó vita að það eru ákveðnar kvaðir sem fylgja þessu. Þegar þú lest þessar línur þá er ekki hægt að snúa við.

Trúðu mér.

Taktu mark á orðum mínum og lærðu af sögunni… lærðu af sögunni þinni!

Og boðskapur minn til þín elsku barn er að þú búir þér til alla regnbogans liti úr gráa litnum þínum!

Með kveðju
þinn elskandi afi

Meira var ekki að finna í allri bókinni hvorki fremst í henni né aftast. Alveg sama hvað hún leitaði mikið hún fann ekkert, ekki eina einustu línu til viðbótar, ekki eitt einasta orð!

Hún hugsaði lengi um boðskap þessara orða þar til augu hennar lokuðust og hún sofnaði.

Hún vaknaði við skyndilegt högg og þegar Gwendolyn opnaði augun horfðu tvö vingjarnleg hestsaugu á hana. Henni brá við!

Hvar var hún núna niðurkomin? Af hverju lá hún á grænu túninu með hest stanndandi yfir sér? Hún lét augun reika og sá hrjóstrugt landslag, hraunbreiður og hross!

Gwendolyn var borgarbarn og hafði aldrei áður séð hest svona nærri sér. Hún hafði hins vegar lesið sig nægilega mikið til um hrossakyn að hún vissi að þetta voru íslenskir hestar.

En það eru þessir smávöxnu, harðgerðu hestar sem voru mjög vitrir og afskaplega fótvissir. Þannig stóð það í bókunum en bækur og raunveruleikinn eru ekki alltaf það sama.

„Hvar er ég niðurkomin?“, sagði Gwendolyn upphátt við sjálfa sig og bjóst ekki við að fá svar, en þar skjátlaðist henni.

„Við erum á Íslandi“ heyrði hún sagt. Svarið kom frá einum af hestunum.

Það var falleg brún hryssa sem var dökk sem nóttin en geislaði samt eins og sólin á himninum.

„Ég er kölluð Lukka þýðir líka heppni sem þú hefur ekki fengið mikið að kynnast um ævina. Við þekkjum öll söguna þína.

Við erum hérna til að sýna þér annan heim sem venjulega er hulinn mannfólkinu. En þú verður að lofa einu. Allt sem við sýnum þér er bara fyrir þig og þú mátt ekki segja neinum frá því.“

Gwendolyn kinkaði ringluð kolli og fór á bak á einu af hrossunum. Það var skjótt hryssa sem var ekki alveg eins falleg og Lukka en afskaplega blíð og umhyggjusöm eins og mæður eða stórar systur eru venjulega. Hún bar hana í langan tíma um fádæma fallegt landslag á Íslandi og allt hrossastóðið fylgdi þeim.

Þetta leið allt fyrir hugskotssjónum hennar eins og í bíómynd. Þau fóru framhjá fossi sem hljómaði eins og tónlist í eyrum hennar og vatnið glitraði í þúsund litum.

Þau riðu fram hjá kindum sem voru svo margar að hún gat ekki talið þær. Við hjörðina hittu þau á fjárhirðinn sem spilaði á flautu með dapurlegum söguþræði og glaðlegri laglínu. Þau riðu áfram lengra og lengra en skyndilega stoppuðu þau.

Þau voru komin í lítið rjóður í litlum skógi. Hestarnir mynduðu hring og skildu eftir lítinn gangveg. Þeir byrjuðu að gefa frá sér hljóð sem sennilega enginn manneskja fyrr hafði heyrt.

Gwendolyn horfði fyrst á gömlu, gráu hryssuna hana Perlu og leit síðan til Lukku með spyrjandi augnarráði, en þær létu hana ekki trufla sig. Hrossin hljóðnuðu ekki fyrren þau fóru að heyra nokkurs konar særingar-tónlist sem barst þeim lengst innan úr skóginum.

Og eftir stuttan tíma sá hún heila lest af litlum verum.

Fyrst var hún ekki viss, en eftir því sem þeir komu nær áttaði Gwendolyn sig betur á því hvaða verur þetta voru. Það voru tröll, álfar og galdramenn. Þau söfnuðust öll saman í miðju rjóðrinu.

Sumar verurnar léku á lítil hljóðfæri á mjög framandi hátt sem heillaði þau upp úr skónum. Gwendolyn var komin inn í miðja þvöguna. Og skyndilega varð allt hljótt.

Ein af hulduverunum sat á fallegum gráum hesti. Hún var fínleg og afskaplega falleg. Hún hóf mál sitt og miðað við líkamsstærð hennar var röddin óvenju hávær og kröftug.

„Kæru vinir… það er ástæða fyrir því að við erum komin hér saman í dag.“

Hún leit yfir hópinn og augu hennar stöðvuðust á Gwendolyn. Hún hélt áfram: „Við höfum tekið inn í hópinn okkar stúlku frá mannheimum.

Nafn hennar er Gwendolyn. Hún er hér hjá okkur því við viljum deila með henni því sem við eigum nóg af. Í fyrstalagi fallega landið okkar og í öðru lagi viljum við deila með henni hamingjunni sem heldur lífi í hjarta okkar!

Hún á að fara tilbaka í sína veröld með hamingju í hjartanu og fallegar minningar héðan. En áður langar okkur til að biðja hana um dálítið.“

Allir horfðu til skiptis á álfadrottninguna og Gwendolyn. Gwendolyn hefði gefið aleigu sína til að geta þakkað fyrir þetta ótrúlega augnarblik sem hún fékk að upplifa með hulduverunum.

Hún var búin að vera svo stutt með þeim en henni fannst hún tilheyra fjölskyldunni. Hún vonaði innilega að hún gæti uppfyllt ósk álfadrottningarinnar!

„Við biðjum þig um að gefa okkur einn lokk úr hári þínu.“

Álfadrottningin talaði með svo viðkvæmri röddu að hætta var á að orðin gætu brotnað en síðan hélt hún áfram með ákveðinni rödd:

„Við biðjum þig um lokk úr hári þínu því lokkur úr hári hamingjusamrar stúlku vernar okkur best.

Það verndar okkur fyrir mannfólkinu og líka fyrir illum vættum. Fyrir mörgum hundruðum ára var það einmitt hér á þessum stað sem allir vættirnir söfnuðust saman.

Það var myndaður ráðgjafahópur sem átti að finna út hvað sé best fyrir þennan heim. Þeim kom saman um að deila gleðinni með öllum sem voru óhamingjusamir.

Allir voru sammála því nema eitt tröll sem var frá frosta fjallinu mikla. Það setti sig upp á móti tillögu ráðgjafahópsins, “ sagði álfadrottningin áhyggjufull. „Upp frá þeim tíma söfnum við hverju einasta mannshári sem við komumst yfir og geymum hárið vel og… „

Áðuren álfadrottningin gat klárað síðustu setninguna var Gwendolyn búin að ná sér í beittan stein og hafði skorið með honum lokk úr ljósa hárinu sínu.

Hún rétti álfadrottningunni hárlokkinn, sem tók hann fegins hendi. Gwendolyn hallaði sér fram og álfadrottingin umlaði eitthvað sem hún gat ekki skilið. Síðan snéru hún sér við og flaug á fullu stökki á gráa hestinum sínum aftur inn í skóginn. Allir vættirnir fylgdu henni eftir.

Gwendolyn gekk til Lukku því skjótta hryssan hafði borið hana allan tíman á bakinu átti að fá frí.

Þær vissu báðar að nú var kominn tími til að kveðja. Gwendolyn ætlaði að opna munninn og kveðja en Lukka var með aðrar hugmyndir um það.

Hún gaf Gwendolyn merki um að setjast á bak sér. Hún settist eins varlega og hún gat á bak hennar og hélt sér fast í faxið. Um leið og Lukka hafði á tilfinningunni að hún sæti örugg þá lagði hún af stað.

Fyrst fóru þær á feti en síðan flugu þær um flatlendið á tölti. Þegar Gwendolyn fann vindinn blása í gegnum hárið, fannst henni hún vera svo létt og frjáls og óendanlega hamingjusöm. Hún fann að töfrar þessa augnabliks myndi aldrei aftur fara frá henni!

Skyndilega fór kippur um líkama hennar og hún sat aftur við skrifborðið sitt með bókina fyrir framan sig.

Eini munurinn var að nú voru síðurnar fullar af texta eins og eftir galdrahendi. Þær voru fullar af texta með sögunni hennar.

Bókstafirnir útskýrðu hvernig íslensku hestarnir gáfu henni hamingju og tilgang með lífinu. Augu hennar fylltust af tárum, en það voru ekki tár sorgarinnar lengur heldur hamingjutár!


Judith Papenfuß, 13 ára frá Þýskalandi

þýtt úr þýsku

Passar við þessa sögu:

MÓSA MINNING

Sagan sem á eftir fer birtist fyrst árið 1931 í tímaritinu „Dýraverndarinn“ og fjallar um það hverning hesturinn Mósi bjargar lífi ungs drengs á sveitaheimili fyrir u.þ.b. 100 árum.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna