VERA REBER FRÁ LIPPERTHOF


Vera Reber frá Lipperthof í Þýskalandi var á áttunda og níunda áratugnum einn af sigursælustu keppnisknöpum Þjóðverja og vann marga sigra á hestinum sínum Frosta frá Fáskrúðarbakka. Samtals tók hún þátt í fimm evrópu- og heimsmeistaramótum á honum og náði oft verðlaunasætum í skeiði, m.a. unnu þau til silfurverðlauna í 250 m skeiði á heimsleikunum í Spaarnwoude, í Hollandi árið 1993, en þá var Frosti orðinn 21 vetra!

Vera vann mikið við reiðkennslu á árum áður, en þurfti af heilsufarsástæðum að leggja reiðmennskuna á hilluna. Hún hefur þó ekki alveg getað slitið sig frá íslenska hestinum, því í dag fæst hún við að rækta hesta í smáum stíl.

Í eftirfarandi greinum segir Vera frá upphafi hestamennskunnar á Lipperthof, keppnisferli sínum með Frosta og veitir lesendum ómetanlega innsýn inn í tímabil, þegar reiðmennska á íslenskum hestum var að þróast í Þýskalandi.

Þess má geta að Vera er yngri systir hins kunna knapa og ræktunarmanns Uli Reber frá Lipperthof.

Viltu deila þinni hestasögu með okkur!

Hefur þú upplifað eitthvað eftirminnilegt í samskiptum þínum við hross eða kannski samið stutta hestasögu?

Ef svo er, endilega sendu okkur söguna þína!

SENDA INN SÖGU​

Passend zu dieser Geschichte:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna