Jarpur var hesta mestur, þeirra er ég hef séð hér á landi. Vöxturinn var fagur, og samsvaraði sér vel hæð, lengd og gildleiki. Hann var framhár og brjóstamikill. Brjóstvöðvarnir voru samanreknir, þéttir og kröftugir — eins og krepptir hnefar og makkinn sterkur.

Nokkuð var hann hringmekktur. En það, sem sérstaklega einkenndi hann var hausinn. Ég hef aldrei séð eins svipmikinn hesthaus og svo sögðu margir fleira eins og aldrei hef ég séð eins fríðan hest, að undanskildum „Sóta“ Dr. Gríms Thomsens. 

Þetta er tekið fram um Jarp, þó að óvanalegt kunni þykja, að gefa lýsingar af vexti hesta og útliti. Með því að eigi sýnist síður við eiga að gefa hugmynd um líkamsskapnað fyrirtaksskepna en fyrirtaksmanna. Útlit hesta er fullt eins mismunandi og útlit manna, og ekki er minni fegurð í velsköpuðum hestskrokki en mannslíkama.

Jarpur var því nær óviðráðanlegur fjörhestur, en þó gat kvenmaður riðið honum og reitt á honum barn í reifum margar dagleiðir. Hann vissi við hvern hann átti. Það er algengt að fjörhestar verða daufari undir söðli, en að svo fjörugur hestur verði svo auðsveipur, þó að kvenmaður ríði honum, það hygg ég óvanalegt.

Ég held að hann hafi vitað, að hann mátti ekki hamast. Samkeppni kom Ijósar fram hjá honum, en flestum öðrum hestum, þó að sá eiginleiki sé reyndar alltíður hjá hestum.

Í Vatnsfirði er löng, slétt flöt í túninu, sem kölluð er „Sveinaflöt“. Þar var Jarpi oft hleypt með öðrum hestum, þeim er fijótir þóttu. En hver, sem tók eftir svipnum á honum, þegar honum var riðið úr hlaði til að reyna hann við aðra hesta, varð að sjá, hversu vel hann skildi, hvað til stóð.

Óróinn og ákafinn skein svo út úr honum, þó að hann kærði sig aldrei um að fara hart niðureftir. En jafnskjótt og hann fann tekið í tauminn til að snúa honum við, þá var hann ekki einungis fús á að nema staðar, eða fara ekki lengra, heldur snérist hann eins og snælda til að vera tilbúinn að taka fyrstu sporin eins snemma og hinn, eða hinir, sem reyndir voru við hann.

Jarpur var 18 vetra þegar upp um hann komst!

Mér er fyrir barnsminni titringurinn á honum áður en spretturinn var byrjaður. Og þegar heim á hlað var komið, skalf hann eins og hrísla, þó að hann sæi aldrei til hinna frá því spretturinn var byrjaður. Hann var aldrei reyndur við sér jafnfljótan hest.

En hvað myndi honum hafa orðið um, ef hann hefði beðið ósigur í kapphlaupinu? Þegar Jarpur var ungur stóð með honum í húsi annar hestur, sem einnig var góður reiðhestur, en var það er víst, að margir hestar, einkum ef til vill gamlir reiðhestar, hafa gaman af folöldum. Alveg eins og gamlir menn hafa oft yndi af börnum.

Við héldum nú, að það væru folöldin, sem hann sækti til öllu heldur en hryssan, þó að það væri einkum ein stóðhryssa, sem hann hélt sig að. En hann átti dálítið erindi við hryssuna, sem okkur varði síst.

Einu sinni, þegar stóðið hafði verið rekið heim undir kvíaból, og Jarpur með — því að annars staðar undi hann sér ekki en þar sem stóðið var, þá lögðumst við, sem heim höfðum rekið hrossin, undir túngarð þar sem lítið bar á okkur, og vorum svo að horfa á leikinn í folöldunum, sem léku dátt.

Eftir litla stund sjáum við, að Jarpur gengur að einni stóðhryssunni og fór þegar að láta vel að henni. Hryssan tók öllum atlotum vel, og var auðséð að þau voru góðir kunningjar.

Allt í einu leggst Jarpur niður og fer að sjúga hana. Hryssan var lítil, en klárinn stór og mátti hann því ekki á annan veg að henni komast. Mig mynnir, að Jarpur væri 18 vetra, þegar þetta komst upp um hann. Eftir þetta skildum við, hvernig á því stóð, að hann undi sér hvergi, nema f stóðinu.

Við gátum ekki stillt okkur um, að ganga nær, en undir eins og hann varð var við okkur, spratt hann upp og hljóp burt, mjög svo sneyptur. Hann skammaðist sín auðsjáanlega fyrir tiltækið, enda saug hann aldrei, ef hann hélt að nokkur maður sæi til sín.

Það er víst, að hann hafði meðvitund um að þetta væri ekki frjálst. Hann hafði fram eftir allri ævi verið alinn á mjólk og þótti því sopinn góður.

Aldrei varð honum ráðfátt að ná í fóður, þegar hann þóttist ekki fá nóg. Það var einkum á haustin, þegar hann þóttist ekki tekinn nógu snemma inn, að hann gerði heimsókn bændum í sveitinni, braut hey, opnaði hlöður og stóð svo við stálið þegar út var komið að morgni. Lokur dróg hann frá hurðum og opnaði síðan, en braut upp ef hann mátti ekki á annan veg inn komast.

Jarpur var ekki í vandræðum með að komast í húsaskjól og gott fóður ef því var að skipta

Það vildi til, að það voru drengir góðir, sem helst urðu fyrir þessum búsyfjum, svo að þeir tóku ekki hart á honum fyrir húsbrotið.

Oft kom það fyrir, ef hestar bitust ákaft, eða börðust, að Jarpur gekk milli þeirra og skakkaði leikinn.

Hann gekk þá hægt og stillt og reis hátt að framan, og alltaf Iétu óróaseggirnir sér segjast. Jarpur var sáttasemjari, sem gat sætt á öll mál. Vegvís var hann svo, að engin fylgd fékkst betri, en að hafa hann í ferðinni.

Þegar maður sér svo frábært vit, eins og sjá má hjá sumum hestum, þá gefur það óneitanlega ástæður til að halda, að fleiri hestar hafi nokkurt vit.

Orsökin til þess, að það sést ekki, að skepnan hafi vit til að bera mun oft koma til af því, að mennirnir eru eftirtektalitlir, eða skepnurnar dular.

Víst er um það, að hestar eru dulir, því segja Danir: „heimskur eins og hestur“, þegar þeir vilja lýsa ofurmegni heimskunnar. Sá dómur um hesta, að þeir séu flestum skepnum miður viti bornir, er alveg rangur. Það vita allir, sem veita þeim nokkra eftirtekt. Maður, sem er spekingur að viti er oft heimskur í augum heimskingjans.

Jón Þórarinsson


Upprunalegur titill: „Jarpur„. Dýravinurinn, 3. árgangur 1889, 3. tölublað, bls. 22-24.

Textinn hefur verið lítilsháttar aðlagaður að nútíma máli og stafsetningu.

Passar við þessa sögu:

MARÍA SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR

Okkur þykir einstaklega ánægjulegt að hafa fengið Maju til að myndskreyta fyrir okkur sögurnar. Ef þið viljið fá að vita meira um listakonuna Maju, getið þið haft samband við okkur.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna