Oft er stutt á milli sigurs og ósigurs. Hér er óvenjuleg saga eftir unga konu í Þýskalandi sem vill hvetja reiðmenn til að gefast ekki upp þó móti blási og fara eigin leiðir í hestamennskunni!


Einu sinni var lítið barn sem bjó með foreldrum sínum í litlu húsi í smáþorpi úti á landi. Í þorpinu voru nokkur lítil hús og einn stór hrossabúgarður. Umhverfis þorpið voru fjölmörg tún með hestum á beit. Fleira var nú eiginlega ekki merkilegt að sjá í nágrenninu.

En barninu var alveg sama um það, því það mátti fara til hestanna og gefa þeim brauð. Stundum fékk það að fara á bak á stórum svörtum hesti og var teymt undir því.

Barnið hafði teiknað margar myndir af hestunum sem það sá úti á túni og vissi nöfnin á þeim öllum.

En svarti hesturinn sem barnið hafði svo ótal oft strokið um höfuðið hafði mikið af gráum hárum á hausnum. Einn góðan veðurdag sagði fullorðna fólkið barninu, að nú væri svarti hesturinn kominn til himna.

Barnið kinkaði kolli og horfði upp til himins. Síðan teiknaði það vængi á svarta hestinn svo hann dytti ekki aftur niður á jörðina. Hann var núna á harðastökki yfir grænar grundir fyrir ofan skýin á himninum.

Barnið varð eldra og hafði gleymt þessu öllu. Það fluttist í burtu úr litla þorpinu og hver veit nema það fari kannski ennþá á hestbak.  

Var barnæska þín kannski svipuð og hjá barninu í ofangreindri frásögn?

Þegar þú ferð í útreiðatúra tilheyrir tíminn hestinum þínum. Þið prófið saman nýja hluti. Við þjálfun hestsins ferðu að finna framfarir á sumum sviðun en einnig geta afturfarir gert vart við sig og samband ykkar breytist.

Þegar þú ferð af baki ferðu að meta árangurinn.

Kannski var þetta erfiður dagur, því fullt af hættulegum hindrunum urðu á vegi ykkar. Eða ef til vill var þetta yndislegur reiðtúr og þið fluguð saman á takthreinu tölti eða svifmiklu brokki. Þegar þú ferð af baki skynjar þú hvernig það var.

Og síðan eru til staðar þessar óumbeðnu, utanaðkomandi raddir úr ýmsum áttum. Sumar þeirra vilja þér vel og aðrar ekki. Þær eru stöðugt til staðar þessar raddir sem koma frá öfundarmönnum, aðdáendum, fræðurum eða þeim sem vita alla hluti betur en aðrir.

Stundum segja raddirnar hluti sem þú vilt ekki heyra.

Ekki hlusta á þessar raddir! Ekki hlusta á þær meðan þú ert fullkomlega sátt/sáttur við hestinn þinn og hesturinn við þig.

Hlustaðu ekki á þessar raddir og treystu á sjálfan þig og hestinn þinn. Þau bönd sem hafa myndast milli þín og hestsins eru teygjanleg og utanaðkomandi raddir hafa ekkert með þau að gera.

Ekki láta það viðgangast að þú verðir háð/háður skoðunum annarra.

Er hesturinn þinn erfiður? Er hesturinn þinn ekki eins samvinnufús og hann ætti að vera? Er hesturinn þinn bara meðalhestur? Borgar erfiðið sig ekki?

Svo framanlega sem augnablik djúps skilnings milli þín og hestsins þíns eru fyrir hendi skaltu ekki hlusta á raddir annarra. Þið finnið hið rétta á ykkur, innra með ykkur.

Því ef þið treystið og trúið á ykkur sjálf þá getið þið upplifað kraftaverk. Þá getur hestinn þinn orðið mun betri en nokkur þorði að vona.

Stundum vantar bara vængina til að geta flogið. Og ef til eru áttfætt hross má þá ekki alveg hugsa sér að hafi líka vængi?

Ef þú túir á hestinn þinn og hann trúir á þig geta kraftaverk gerst!

Gwendolyn Simper

þýtt úr þýsku

Passar við þessa sögu:

MÓSA MINNING

Sagan sem á eftir fer birtist fyrst árið 1931 í tímaritinu „Dýraverndarinn“ og fjallar um það hverning hesturinn Mósi bjargar lífi ungs drengs á sveitaheimili fyrir u.þ.b. 100 árum.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna