SKRÁMUR

Það tekur tíma fyrir hross frá Íslandi að venjast nýjum aðstæðum á erlendri grund og margt er framandi í nýju heimkynnum.
Eftirfarandi smásaga fjallar um hest sem með aðstoð ungrar stúlku nær að venjast breyttu umhverfi og aðstæðum.


Hann stóð við girðinguna og horfði út í fjarskann. Hér var allt svo öðruvísi en hann átti að venjast. Hann var löngu búinn að gefast upp á að fæla í burtu flugurnar, sem angruðu hann í sífellu.

Ísland.

Honum var hugsað til baka til þess tíma, þegar hann var frjáls upp á hálendinu og gat leikið sér með félögum sínum. Hann saknaði mest víðáttunnar. Að geta hlaupið svo langt sem augað eygir.

Það vantaði ekki grasið hér. Hann var með magann fullan af því. Grænt, safaríkt gras, óendanlega mikið af því. En hann hefði heldur viljað vera á Íslandi. Hér var bara gras. Í hans gömlu heimkynnum var möl og grjót, klettar, fjallendi og mosavaxnar grundir. Hér var var svo nýtt fyrir honum.

Hann veit að hún kemur bráðum. En hann vill ekki viðurkenna fyrir sjálfum sér, að hann er farinn að bíða eftir henni. Hún er ung, en hann er annars ekki svo glöggur að þekkja aldurinn. Honum líkar vel við hana. Hún er rólegri en hinir.

Fótatak!

Úr augnskoti sínu sér hann mann. Það er maðurinn sem kemur alltaf á kvöldin og gefur honum hey.

Hann róast aftur og hrisstir hausinn. Hann er brúnskjóttur með hvíta rönd i faxinu. Mannfólkinu finnst þessi litur fallegur.

Það ískrar í hliðinu. Hann reisir upp höfuðið. Maðurinn gengur til hans með múl í hendinni. Hræddur flýtir hann sér í skjól á bak við hina hestana.

Hvar er stúlkan? Hann forðast manninn, er spennur og heldur höfðinu ennþá mjög hátt uppi. Hann er ekkert sérlega hrifin af mannfólkinu og sér í lagi ekki að karlmönnum. Það voru þeir sem tóku hann frá móður sinni, héldu honum föstum… hann vill ekki hugsa um það.

Maðurinn teygir hendina til hans og reynir að snerta hann, en hann hrekkur tilbaka eins og hann hefði fengið straum. Loksins gefst maðurinn upp.

Hann bíður. Hún hefði átt að vera komin fyrir löngu. í gær fóru þau í útreiðartúr. Það var ekki auðvelt, en honum var farið að líða betur því hann fann að hann gat treyst henni betur og betur. Loksins kom hún. Hann fylgist með henni ganga út á túnið. Fyrst kemur hún í áttina til hans en snýr sér svo til hinna hrossanna og byrjar að strjúka þeim.

Hann gengur hægt og varlega til hennar. Hann staðnæmist rétt fyrir aftan hana. Hún lítur á hann og talar blíðlega til hans.

Hann skilur ekki hvað hún er að segja, en hann finnur að henni er vel til hans. Hann þefar varlega af hendinni hennar. Þetta er orðið að nokkurs konar rútínu á milli þeirra. Með hægum öruggum hreyfingum setur hún múlinn á hann. Hún varpar öndinni léttar. Hún er ekki búin að gleyma því hvað það tók langan tíma að ná honum og setja á hann múl fyrst eftir að hann kom til hennar.

Honum fellur vel við rödd hennar, hljóðlát orðin, sem hún hvíslar til hans. Hann er ánægður. Hann veit að það þýðir ekkert að setja sig upp á móti þeim heimi sem hann verður núna að lifa í. Hann er ánægður að vita til þess, að það er ein manneskja sem var þolinmóð við hann og hjálpaði honum að venjast nýju heimkynnunum.


Gwendolin Simper

Þýtt úr þýsku

Passar við þessa sögu:

MÓSA MINNING

Sagan sem á eftir fer birtist fyrst árið 1931 í tímaritinu „Dýraverndarinn“ og fjallar um það hverning hesturinn Mósi bjargar lífi ungs drengs á sveitaheimili fyrir u.þ.b. 100 árum.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna