Bókin „ALLES ISI“ fjallar um viðburðaríkt líf þýsku hestakonunnar „Carina Hellar“ ásamt íslensku hestunum hennar í Þýskalandi.

Carina lýsir í bókinni m.a. upphafi hestamennsku sinnar á íslenskum hestum og hvernig hún ásamt systur sinni þurfti að sækja reiðtíma hjá reiðkennara með heraga sem hataði íslensk hross. Þegar móðir hennar gerði sér grein fyrir að dætur hennar tóku ekki þeim framförum sem skyldi var leitað á önnur mið og Walter Feldmann yngri frá Aegidienberg var fenginn til aðstoðar.

Í eftirfarandi kafla úr bókinni er fysta reiðtímanum með nýja lærimeistaranum Walter Feldmann yngri á Hestaborg lýst skemmilegan hátt.

Hindrunarstökk var hluti af reiðkennslu í gamla daga. Mynd/Carina Heller.

Til að lærimeistarinn gæti áttað sig betur á hrossunum okkar þurftum við að sýna honum þau í reið. Hann ákvað að nota til þess slétta malargötu rétt hjá búgarðinum okkar. En einmitt þetta staðarval var í okkar augum alrangt! En ekkert okkar, var tilbúið til að láta skoðun okkar í ljós við lærimeistarann. Í staðinn brostum við út í annað munnvikið og biðum spennt þess sem verða vildi.

Claudia systir mín hafði lánað kunningjakonu sinni hryssuna Brúnku svo hún gæti verið með á námskeiðinu. Þegar hún sá hvað til stóð hentist hún útaf skrifstofunni og kom á fleygiferð til okkar, því hún ætlaði sko alls ekki að missa af neinu.

Jafnvægisæfingar án ístaða. Mynd/Carina Heller.

 
„Ég er svo spennt“, hvíslaði Claudia í eyrað á mér „það er ekki hægt að koma Brúnku minni frá húsi ef hún er ekki í samreið með neinum. Ég er hrædd um að snillingurinn sem á að kenna ykkur í dag eigi eftir að svitna heldur betur á eftir.“

Lærimeistarinn okkar fór á bak öllum hestunum og reið þeim fram og tilbaka á öllum mögulegum gangtegundum á malarveginum fyrir framan hliðið að búgarðinum okkar.

Hann notaði ýmsar aðferðir til að að fá klárgengu hrossin til að tölta fyrir okkur. Og viti menn, honum tókst meira að segja að galdra fram töltspor hjá Hetti. Við fylltumst aðdáun fyrir honum á svipstundu.

Svo kom að því að Barbara kunningjakona systir minnar rétti lærimeistaranum tauminn á Brúnku um leið og hún horfði djúpt í augu hans.

Stundin var runnin upp og röðin var komin að „ródeó“ Brúnku. Það var dauðaþögn í litla hópnum okkar og allir störðu með eftirvæntingu á hrossið og knapa þess. Og við urðum ekki fyrir vonbrigðum, því Brúnka hrekkti knapann eins og hún ætti lífið að leysa.

Nú var barist hart á báða bóga. Lærimeistarinn var orðinn eldrauður af áreynslu við að halda sér á baki. Hann hafði ekki búist við svona hörðum átökum af hestunum okkar.

Gikkurinn hún Brúnka sem heldur betur tókst að storka Walter Feldmann yngri. Mynd/Carina Heller.

Brúnka var ekki á því að gefa sig og þurfa að skilja við hópinn. Hún barðist því af fullum krafti. En lærimeistarinn var heldur ekki tilbúinn til að láta í minni pokann. En svo fór þó að lokum að Brúnka gafst upp og lærimeistarinn vann slaginn. Ófús leyfði Brúnka honum að ríða sér frá hópnum.

Við vorum hálfpartinn farin að vorkenna henni eftir átkökin við lærimeistarann. „Aumingja Brúnka, nú fer þessari raun að taka endi og þú losnar“. En lexíunni var sko aldeilis ekki lokið því þegar til baka var komið reið hann henni framhjá okkur í hina áttina.

Hann var með pískninn hátt á lofti og hótaði henni „þú skalt ekki voga þér góða“ og Brúnka fann á sér að hún átti við ofurefli að etja. Hún fór reyndar ekki beint áfram, en hún fór í rétta átt.

Eruð þið nokkuð með fleiri svona körg hross? Mynd/Carina Heller.

Walter Feldmann steig hægt og rólega af baki. Svitinn rann niður enni hans og bar vott um þau líkamlegu átök sem höfðu átt sér í stað. Við heyrðum og sáum öll að hann var lafmóður af átökunum.

„Eruð þið nokkuð með fleiri svona körg hross?“ spurði hann með erfiðismunum. „Jahá“, sögðum við broandi „Goði, hrossið hennar frú Heller, Rómaborgarhesturinn. En þú þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af honum, því hann er bara kargur og hrekkir ekki.“

Sum okkar þurftu að snúa sér undan svo hann sæi ekki að við vorum skellihlæjandi. Við vorum handviss um um að nú þyrfti meistarinn að taka sér pásu eftir viðskiptin við Brúnku. En það var aldeilis ekki tilfellið. Næstur í röðinni var Goði.

Þannig prófaði Walter öll hrossin okkar hvert á eftir öðru og öðlaðis þar með ótakmarkaða virðingu okkar fyrir það.

Úr bókinni: Alles ISI, eftir Carinu Heller, bls. 144-146.
þýtt úr þýsku

Passar við þessa sögu:

Viltu deila þinni hestasögu með okkur!

Hefur þú upplifað eitthvað eftirminnilegt í samskiptum þínum við hross eða kannski samið stutta hestasögu?

Ef svo er, endilega sendu okkur söguna þína!

SENDA INN SÖGU

Fleiri sögur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna