CARINA HELLER

Carinu Heller þarf vart að kynna fyrir unnendum íslenska hestsins, enda hefur líf hennar á margan hátt verið samofið íslenska hestinum í rúm 50 ár.

Hún tók m.a. virkan þátt í íþróttakeppnum og skeiðkappreiðum með góðum árangri hér á árum áður, hefur dæmt á HM og var virk í ýmsum félagsstörfum fyrir IPZV félagasamtök íslenskra hesta í Þýskalandi.

Með hesinum sínum Glaumi frá Sauðárkróki náði hún þeim frábæra árangri að verða heimsmeistari í fimmgangi árið 1991 í Norrköping í Svíþjóð.

Á Hestaborg búgarði fjölskyldunnar í nágrenni Hannover í Þýskalandi upplifði Carina mörg skemmtileg atvik með fjölskyldu sinni, vinum og síðast en ekki síst með íslensku hestunum þeirra.

Hún hefur verið íslensku hestunum trygg í þau 50 ár sem leiðir þeirra hafa legið saman. Nýlega gaf hún út bók með minningum sínum aðallega frá árunum 1960 til 1990 og heitir á frummálinu „Alles ISI“.

Í sögusafni Hestasögu er að finna sýnishorn af tveimur frásögnum úr bókinni sem hafa verið þýddar á íslensku og á ensku.

Þessi saga er hluti af framhaldssögu eða tengdum greinum

Viltu deila þinni hestasögu með okkur!

Hefur þú upplifað eitthvað eftirminnilegt í samskiptum þínum við hross eða kannski samið stutta hestasögu?

Ef svo er, endilega sendu okkur söguna þína!

SENDA INN SÖGU​

Passend zu dieser Geschichte:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna