úr flokknum menning og saga:

BÓKARUMFJÖLLUN – HESTAR – PÉTUR BEHRENS

Á skeiði, nánast sem að vera á fleygiferð skýjum ofar.
Hrannar frá Höskuldsstöðum á flugskeiði. Mynd/Pétur Behrens, bls. 31

Nýlega uppgötvaði ég bókina Hestar eftir Pétur Behrens, sem kom út árið 2016.
Ég hafði mjög gaman af því að fletta bókinni, blaðsíðu fyrir blaðsíðu og virða fyrir mér myndir listamannsins af hestum og íslensku landslagi, við ýmsar veðurfars- og umhverfisaðstæður. Sumar myndirnar eru í fallegum litríkum, skærum litum og aðrar eru í dapurlegum svarthvítum litum.


Smalað á heiðinni. Á hestbaki í leit að kindum á öræfum Íslands.
Gouache. Mynd/Pétur Behrens, bls. 117



Auk þess finnst mér efni bókarinnar passa mjög vel inn í grunnhugmynd HestaSögu, því Pétur sýnir á mjög grípandi hátt með myndunum sínum hversu einstakur íslenski hesturinn er.



Á flugskeiði.
Akrýl á léreft. Mynd/Pétur Behrens, bls. 109



Höfundur bókarinnar, Pétur Behrens, er ekki aðeins listamaður heldur einnig hestamaður í húð og hár og það skynjar maður sterkt í gegnum myndirnar hans.

Töltið, fallegasta og tígurlegasta gangtegund íslenska hestsins.
Mynd/ Pétur Behrens, bls. 203



Friðsamleg kvöldstemming í stóðinu hjá Hrannari frá Höskuldsstöðum.
Mynd/Pétur Behrens, bls. 103



Tveir vinir sem leita skjóls fyrir veðri og vindum.
Mynd/Pétur Behrens, bls. 105



Pétur kynntist íslenska hestinum á unglingsárum sínum í Þýskalandi. Hann var ennþá í listnámi, þegar hann fór í sína fyrstu heimsókn til Íslands. Nokkrum árum síðar fluttist hann alfarið til Íslands og gerðist tamningarmaður og hrossaræktandi.


Hestaat.
Akrýl á léreft. Mynd/Pétur Behrens, bls. 137



Í kiljutexta bókarinnar má lesa að hestar hafa alltaf heillað Pétur sem myndefni. Eins og sjá má í fjölmörgum verka hans hefur dagleg samvera með hestum veitt honum sterka innsýn og djúpan skilning á sálarlíf og atferli hrossa.


Það er alltaf gaman að stúdera tölt og ekki bara í hnakknum! Mynd/Pétur Behrens, bls. 145


Og að stúdera skeið er ekki síður gaman!
Mynd/Pétur Behrens, bls. 67


Myndirnar hans bera einnig vitni um djúpan skilning á líffæra- og hreyfingarfræði hrossa, sem aðeins sá einn getur sem hefur stúderað og upplifað hesta dagsdaglega.

Pétur Behrens sýnir okkur íslenska hestinn í mismunandi umhverfi og við mismunandi aðstæður. Hann sýnir okkur tengsl hesta við hvorn annan og samband þeirra við manninn. Einnig eru hestar í fornbókmenntum viðfangsefni hans.

Með litavali hans verður bæði landslag og veðurfar ljóslifandi.

Það borgar sig að horfa aðeins lengur á þessa mynd og skoða hversu mörg hross maður uppgötvar á myndinni!
Akrýl. Mynd/Pétur Behrens, bls. 63


Samræmi og fegurð sameinuð. Vatnslitir og penni.
Mynd/Pétur Behrens, bls. 59

Hver einasta mynd segir sína sögu, en fyrir þá sem vilja vita meira um myndirnar er stuttur texti á íslensku, þýsku og ensku.

Uppgefinn hestur kvartar við eiganda sinn um hlutskipti sitt.
Mjúkur blýantur, vatnslitur, reyrpenni og túss. Mynd/Pétur Behrens, bls. 187



Það er ánægjulegt að fletta í gegnum þessa bók. Margar af myndunum snertu mig, því það er eins og sál dýranna ljómi í gegnum myndirnar hans Péturs.


SAMANTEKT

105 listaverk með stuttum lýsingum á íslensku, þýsku og ensku.

Frábær bók, með fallegum myndum .
Við mælum eindregið með henni.

TITILL: Hestar
HÖFUNDUR:  Pétur Behrens
ÚTGÁFUÁR: 2016
ÚTGEFANDI: ©Pétur Behrens 2016
TUNGUMÁL: íslenska, þýska og enska
ISBN: 978-9935-9257-8-7


Viltu deila þinni hestasögu með okkur!

Hefur þú upplifað eitthvað eftirminnilegt í samskiptum þínum við hross eða kannski samið stutta hestasögu?

Ef svo er, endilega sendu okkur söguna þína!

SENDA INN SÖGU

SÖGURNAR OKKAR

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna