úr flokknum menning og saga:

Hver var Jón Sveinsson?

Sjálfsagt vita allir á Íslandi við hvern er átt, en erlendis var Jón Sveinsson þekktari undir gælunafninu sínu Nonni.

Á áttunda áratugnum voru gerðir sjónvarpsþættir sem báru heitið Nonni og Manni sem margir kannast við. Ævintýrin sem hann upplifði með litla bróður sínum í hrjúfri náttúru Íslands, heilluðu heilar kynslóðir barna og jafnvel fullorðinna líka, sem sátu límd við sjónvarpsskerminn og fylgdust með þáttaröðinni.

Bækur Jóns Sveinssonar voru metsölubækur á sínum tíma og hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. Þær eru í dag ófáanlegar í bókabúðum í Þýsklandi nema á hljóðsnældum.

Okkur á HestaSögu langar til að vekja athygli á þessum merka Íslendingi og  sögunum hans. Við munum því á næstu vikum birta stutt sýnishorn úr bókum hans á vefsíðunni.

Í tilefni af því að það eru 75 ár frá því að Jón Sveinsson lést í Köln, hefur verið opnuð sýning sem stendur yfir frá 14. september til 20. október 2019 og ber nafnið Nonni ein Isländer am Rhein eða á íslensku Nonni, Íslendingurinn við Rínarfljót. Sýningin sem er í Köln er opin um helgar frá 14 -17.

Í Þýskalandi er starfræktur aðdáendaklúbbur sem heldur uppi minningu Jóns Sveinssonar. Þeir sem vilja skoða heimasíðu aðdáendahóps Nonna í Þýskalandi geta smellt hér.

Viltu deila þinni hestasögu með okkur!

Hefur þú upplifað eitthvað eftirminnilegt í samskiptum þínum við hross eða kannski samið stutta hestasögu?

Ef svo er, endilega sendu okkur söguna þína!

SENDA INN SÖGU

SÖGURNAR OKKAR

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna