Hér á eftir fer frásögn ungrar stúlku sem fékk hest drauma sinna fimmtán ára gömul, en missti hann eftir stutta samveru.


Það byrjaði allt saman þann 30. október 2014.

Þennan dag uppfyllti faðir minn mína heitustu ósk og ég fékk eigin hest! Þá var ég fimmtán ára og vissi að eiga hest fylgdi mikil ábyrgð. Það þarf að hugsa um hestinn, fóðra hann og hreyfa en samt gat ég ekki hugsað mér neitt betra og var alsæl.

Það fylgdi Patta sjúkrasaga, því hann fékk sinaskaða 2013 og var sagður óreiðfær. Hann var sendur til mín til eyjarinnar Amrum þar sem ég á heima, náði sér af meiðslunum  þannig að ég gat byrjað smátt og smátt að þjálfa hann. Ég fór næstum daglega í langa „fet-reiðtúra“ á honum. Eftir nokkrar vikur mátti ég í fyrsta skipti láta hann brokka.  Og eftir ennþá fleiri vikur mátti ég meira að segja láta hann tölta og hleypa honum aðeins.

Fyrir mig var það eitthvað mjög sérstakt að vera með hann. Hann var ekki alltaf auðveldur við mig, því hann var viljasterkur. Oft rauk hann með mig eða hljóp mig um koll. Hann var hreinlega ekki tilbúinn til að meðtaka mig. En ég gafst ekki upp og reyndi allt til að finna leið út úr vandanum sem hentaði okkur báðum.

Ég fór að kenna honum sirkusæfingar eins og spánskt skref, að hneigja sig, hrista hausinn og margt fleira. Okkur fannst báðum gaman að þessum æfingum. Við náðum vel saman og ég vildi ekki annað hest en hann. Við meira að segja tókum þátt í íþróttakeppni, en það var eitthvað sem engum hefði dottið í hug að gæti gerst.

Á hápunkti vináttu okkar skall ógæfan yfir okkur. Einn daginn þegar ég fór að gefa kvöldgjöfina fann ég Patta liggjandi sveittan á jörðunni. Mig grunaði að hann væri kominn með hrossasótt. Ég reyndi að tapa ekki rónni og hringdi strax á dýralækni. Patti var meðhöndlaður og virtist hafa staðið sóttina af sér. En nokkrum klukkustundum síðar um miðja nóttina byrjaði hann aftur að velta sér. Ég barðist með honum og gerði allt sem í mínu valdi stóð til að bjarga lífi hans. En því miður var hann ekki nógu sterkur.

Ég faðmaði höfuð hans að mér og hvíslaði í eyra hans:

„Ég mun aldrei gleyma þér, karlinn minn“ sagði ég og kvaddi hann grátandi, minn heittelskaða hest og besta vin. Goðsögnin mín. Hann kenndi mér meira en nokkur reiðkennari hefði getað gert. Ég mun aldrei gleyma þessari nótt þegar besti vinur minn fór frá mér.

Mig langar til að segja ykkur, að fyrren varir getur allt verið  búið. Njótið því hvers einasta augnabliks sem þið getið með ástvinum ykkar!


Ida Gerrets

Þýtt úr þýsku

Passar við þessa sögu:

MÓSA MINNING

Sagan sem á eftir fer birtist fyrst árið 1931 í tímaritinu „Dýraverndarinn“ og fjallar um það hverning hesturinn Mósi bjargar lífi ungs drengs á sveitaheimili fyrir u.þ.b. 100 árum.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna