HESTAKÚNSTIR EÐA GREIND?

Ég hef oft velt því fyrir mér, þegar ég sé hesta framkvæma ótrúlegustu hluti á hestasýningum, hvernig var eiginlega hægt að kenna þeim þetta og hvar liggja mörkin. Mínum hestum hef ég ekki kennt annað en nauðsynlegustu „umgengnisreglur“ og bendingar til að geta notið þeirra m.a. í reiðtúrum. Eigi að síður hef ég lengi haft áhuga á atferli og sálarlífi hrossa. Samspil hinna svonefndu hestahvíslara og hrossa hefur oft og iðulega vakið ómælda aðdáun mína.

Nýlega rakst ég á mjög áhugaverða frásögn um hest og eiganda hans sem toppar allt sem ég hef séð, heyrt eða lesið um. Ég var svo heltekin af þessari frásögn að ég hætti ekki fyrr en ég var búin að skoða allt efni sem ég gat komist yfir um hrossið.

Og ég er ekki sú eina sem átti erfitt með að trúa því sem ég las, því hesturinn „Klóki Hans“ eða “Kluger Hans“ eins og hann hét á þýsku og eigandi hans Wilhelm von Osten voru á allra vörum í Berlínarborg árið 1904.

Þó íslenskir hestar séu ekki í aðalhlutverki í þessari frásögn, finnst mér efni hennar mjög áhugavert og eiga erindi til lesenda HestaSögu. Ég hef tekið saman grein um hestinn „Klóka Hans“ sem birtist í þremur hlutum hér á HestaSögu!

Þessi saga er hluti af framhaldssögu eða tengdum greinum

Viltu deila þinni hestasögu með okkur!

Hefur þú upplifað eitthvað eftirminnilegt í samskiptum þínum við hross eða kannski samið stutta hestasögu?

Ef svo er, endilega sendu okkur söguna þína!

SENDA INN SÖGU​

Passend zu dieser Geschichte:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna