ÍSLENSKI HUNDURINN


Íslenski fjárhundurinn er vinalegur, forvitinn, glaðlegur hundur, sem er hugrakkur, þolinn og viljugur til vinnu. Hann er náskyldur hundakynjum frá Norðulöndum, sem kemur sjálfsagt engum á óvart, enda arfleifð hunda sem norrænir landnámsmenn höfðu með sér til Íslands.

Í aldanna rás hefur íslenski hundurinn verið ómissandi fyrir bændur bæði í smalamennsku og til að verja tún fyrir ásóknaði búfés. Góður hundur var áður fyrr mikils metinn og voru bestu hundarnir jafvel metnir á gott hestverð.  

Á miðöldum náði íslenski hundurinn töluverðum vinsældum sem heimilishundur hjá ensku hefðarfólki. Ekki aðeins breskar hefðafrúr heldur líka breskir fjárbændur uppgötvuðu eiginleika íslenska hundakynsins og sóttust eftir þeim.

Lítið er vitað um ræktun hundsins fyrr á öldum en á 19. öld voru erlend hundakyn flutt inn til landsins sem blönduðust íslenska hundinum. Í kringum 1950 var svo komið að aðeins örfáir hundar á afksekktum bæjum í innsveitum landsins uppfylltu einkenni kynsins.  

Fyrir tilstuðlan Íslandsvinarins Mark Watson og Páls A. Pálssonar dýralæknis sem báðir sáu hvert stefndi var hafin hreinræktun hundsins. Í dag er svo komið að íslenski fjárhundurinn er ekki lengur í útrýmingarhættu. Árlega fæðast um 100 hvolpar á íslandi.

Viltu deila þinni hestasögu með okkur!

Hefur þú upplifað eitthvað eftirminnilegt í samskiptum þínum við hross eða kannski samið stutta hestasögu?

Ef svo er, endilega sendu okkur söguna þína!

SENDA INN SÖGU

SÖGURNAR OKKAR

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna