úr flokknum hitt og þetta:

VINNA MEÐ VANDAMÁLAHESTA


Hekla Hattenberger Hermundsdóttir
hefur sent inn til okkar nokkrar áhugaverðar sögur, sem hægt er að finna  á vefsíðum HestaSögu. Þar má lesa frásagnir frá ýmsum atvikum sem hún hefur upplifað með dýrunum sínum.

Í starfi sínu sem „hestahvíslari“ hefur hún kynnst ýmsum hestgerðum og vandamálum þeirra. Einkum fæst hún við að leita svara við spurningum eins og:

Hvað olli því að hesturinn varð að vandamálahesti og hvernig er hægt að hjálpa hestunum og eigendum þeirra?

Í þetta skipti deilir Hekla með okkur sögunni sinni á annan hátt en áður, nefnilega í gegnum myndbandsupptöku.

Hér á eftir fer stutt samantekt um hestinn!

Árið 2014, stuttu eftir að Hekla fór að vinna sjálstætt með hross, biður vinkona Heklu hana um að taka hestinn Afa frá Bár í „meðferð“. 

Þessi litli geldingur, sem var aðeins 128 sm á hæð virtist ætla bæta sér upp smæðina með ótrúlegu sjálfsöryggi, því hann neitaði allri samvinnu við manninn, hrekkti óspart og hleypti svo að segja engum nærri sér.

Hekla fékk að vita, að þegar hann var aðeins þriggja og hálfs árs fór hann í frumtamingu sem mistókst svo hrapalega, þegar hann kom úr tamingunni var eigandinn í stökustu vandræðum með hann. Eina úrræðið var að senda hestinn til Heklu hestahvíslara og sjá svo til hvort eitthvað rættist úr honum.

Hvernig Hekla fór að því að fá geldinginn Afa til að treysta aftur manninum getið þið séð í myndbandinu.

Og ef þið hafið áhuga á að lesa nánar sögu hestsins Afa frá Bár getið þið gert það með því að smella  hér .

Viltu deila þinni hestasögu með okkur!

Hefur þú upplifað eitthvað eftirminnilegt í samskiptum þínum við hross eða kannski samið stutta hestasögu?

Ef svo er, endilega sendu okkur söguna þína!

SENDA INN SÖGU

SÖGURNAR OKKAR

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna