STÍGANDI FRÁ KOLKUÓSI


KYNBÓTAMATIÐ – BLUP

Sköpulag: 102 Hæfileikar: 98 Aðaleinkunn: 99


Þegar kynbótamat Stíganda er athugað viðist það við fyrstu sýn vera mjög lágt. En ef kynbótagildi hans eru borin saman við kynbótamat stóðhesta frá þessum tíma (fæðingarár 1960-1965) líta málin öðruvísi út.

Þá stendur Stígandi ásamt hálfbróður sínum IS1960158380 Þokka frá Viðvík efstur í þessum aldursflokki með aðaleinkunnina 99.


UPPLÝSINGAR UM AFKVÆMI

Alls eru 359 afkæmi undan Stíganda frá Kolkuósi skráð í upprunaættbókina WorldFeng (www.worldfengur.com). Af þeim eru;

258 fædd á Íslandi, 49 fædd í Sviss, 50 fædd í Þýskalandi og fædd í Hollandi.


FRÆG AFKVÆMI

Tvö afkvæmi Stíganda skilja eftir sig stór spor í hrossaræktinni og er því rétt að nefna hér.


CH1976101392 ÞÓR VOM SPORZ


Sennilega er stóðhesturinn „Þór vom Sporz“ undan Perlu frá Kolkuósi frægasta afkvæmi Stíganda.

Þór var á sínum tíma mjög sigursæll á fjölmörgum íþróttamótum á meginlandi Evrópu og einnig vinsæll sem kynbótahestur.

Frægasta afkvæmi Þórs er stóðhesturinn „Týr vom Rappenhof“ sem að öðrum hrossum ólöstuðum, er sjálfsagt einn frægasti stóðhestur sem komið hefur úr þýskri hrossarækt.

IS1971258589 ÞERNA FRÁ KOLKUÓSI


Stígandadóttirin „Þerna frá Kolkuósi“ kom tvisvar í kynbótadóm fyrst 5 vetra gömul og svo aftur 6 vetra. Hún fékk eftirfarandi einkunnir 6 vetra: sköpulag 8.00, hæfileikar: 8,03, aðaleinkunn: 8,02. Eftir kynbótadómin fór hún beint í folaldseignir á ríkisbúinu að Hólum í Hjaltadal.

Fyrsta afkvæmi hennar lukkaðist vel, en það er hin sögufræga hryssa Þrá frá Hólum (faðir: Þáttur frá Kirkjubæ). Hún var sýnd af Ingimar Ingimarssyni frá Flugumýri aðeins 4 vetra gömul á Landsmóti hestamanna árið 1982 og fékk draumaeinkunnirnar: sköpulag: 8.50, hæfileikar: 8,45, aðaleinkunn: 8,48.  Það má segja að það sé synd að hafa ekki fengið að sjá þessa hryssu einhvers staðar aftur í reið, en í staðinn gaf hún Hólabúinu alls 15 framúrskarandi afkvæmi og fékk heiðursverðlaun fyrir þau á Landsmótinu í Reykjavík árið 2000.


Sérstakar þakkir til Kristins Hugasonar, forstöðumanns Söguseturs íslenska hestsins fyrir lán á myndefni.

Heimildir:
www.Worldfengur.com
upplýsingar fengnar úr WorldFeng árið 2018.

Viltu deila þinni hestasögu með okkur!

Hefur þú upplifað eitthvað eftirminnilegt í samskiptum þínum við hross eða kannski samið stutta hestasögu?

Ef svo er, endilega sendu okkur söguna þína!

SENDA INN SÖGU

SÖGURNAR OKKAR

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna