JÓLASVEINARNIR FARA OG HULDUFÓLKIÐ KEMUR


Yfir jóladagana hafa jólasveinarnir þrettán skemmt sér konunglega hjá mannfólkinu og nú kominn tími fyrir þá að snúa aftur til síns heima. Í sömu röð og þeir komu til byggða, halda þeir, hver á eftir öðrum, af stað í sína löngu göngu upp í fjöllin til Grýlu og Leppalúða.

Þann 6. janúar kveður Kertasníkir síðastur þeirra bræðra og bólar ekki aftur á honum eða bræðrum hans fyrren um næstu jól. 


Lengi var það trú manna að huldufólk væri á ferli á nýársnótt og að það flyttist jafnvel búferlum þessa nótt.

Á þessum ferðum sínum átti huldufólkið til að líta inn á bæjunum. Til að vera við öllu búin þrifu húsfreyjurnar húsin sín einstaklega vandlega þennan síðasta dag ársins, því það var vitað mál að huldufólkið þoldi illa óþrifnað.

Ljós voru látin loga í öllum hornum bæjarins svo hvergi bar skugga á og ekkert gæti dulist. Sums staðar voru kertin jafnvel látin loga alla nóttina.

Húsfreyjurnar settu mat á diska handa þessum ósýnilegu gestum sínum og komu þeim fyrir í afskekktum kimum hússins. Í flestum tilfellum voru diskarnir tómir að morgni og óvíst hver það var sem hafði gætt sér á kræsingunum…

Einnig var það venja að húsfreyjan gengi snemma morguns þrisvar sinnum í kringum húsið og færi með eftirfarandi þulu:

Komi þeir sem koma vilja,

veri þeir sem vera vilja,

fari þeir sem fara vilja,

mér og mínum að meinalausu.

Það var trú manna að á nýársnótt gætu kýr skilið mannamál á. Þannig dvaldi margur bóndinn á nýársnótt í fjósinu og reyndi að spá í um hvað kýrnar væru að tala.

Í dag er álfum og huldufólki ekki lengur boðið inn á íslensk heimili með mat og kertaljósum.

Þess í stað er kveikt á brennum víða í borgum og bæjum landsins þar sem sums staðar er dansað í kringum eldinn og sungnir söngvar. Að loknum brennunum er haldið heim og kveikt á flugeldum um miðnætti.

Einnig er það siður mjög víða á Íslandi að kveikja hinar svokölluð „álfabrennur“ þann 6. janúar þar sem einnig er dansað og sungið þar til eldurinn kulnar. 

Passar við þessa sögu:

MARÍA SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR

Okkur þykir einstaklega ánægjulegt að hafa fengið Maju til að myndskreyta fyrir okkur sögurnar. Ef þið viljið fá að vita meira um listakonuna Maju, getið þið haft samband við okkur.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna