MILLI LÍFS OG DAUÐA

Sönn frásögn um ungt móðurlaust hestfolald og hvernig tókst að finna fósturmóður handa því.

Hlusta á söguna á þýsku 

Hryssa með lítið folald sér við hlið er algeng sjón á vorin og vekur yfirleitt hrifningu hjá þeim sem á horfa. Aðstæður hestfolaldsins sem þessi frásögn fjallar um, voru mjög óvenjulegar, þó ekki beri á neinu óvenjulegu við fyrstu sýn. Hryssan sem folaldið sýgur er meira að segja með sama lit og folaldið, en hún er ekki móðir þess og ekki einu sinni skyld því.

Þann fimmta júni fæddist okkur hestfolald. Það var hvítasunnudagur og storkurinn stóð við hlið þess þegar við komum út á tún til að líta eftir hrossunum.

Móðir hans var gömul reynd stóðhryssa og faðirinn var einn af okkar heimaræktuðu stóðhestum. Sá litli var fallegt folald, rauðskjóttur og okkur fannst hann líkjast mjög föður sínum þegar hann var á svipuðum aldri.

Hann var frekar stór við fæðingu og þroskaðist vel. Hann lék sér mest við hálfbróður sinn og flaugst á við hann rétt eins og fullorðnir hestar gera.

Fjögurra vikna gamall var hann orðinn mjög sjálfstæður og ansi forvitinn. Á komandi sumri myndi hann eignast alsystkin því móðir hans var aftur fylfull.

Og þá rann upp hinn örlagaríki dagur sem gjörbreytti lífi hans. Móðir hans veiktist skyndilega mjög illa. Við sóttum þau strax og settum í stíu svo við gætum fylgst betur með þeim.

Um kvöldið versnaði hryssunni mjög mikið, þannig að folaldið gat ekki sogið hana lengur. Hryssan lá í stíunni og var of veikburða til að geta staðið á fætur.

Síðan skánaði henni lítillega. Við fórum að vona að hún myndi hafa það af,
en því miður náði hún sér ekki. Með aðstoð dýralæknis börðumst við fyrir lífi hennar í tvo sólarhringa, en urðum að lokum að láta í minni pokann. Hún hafði ekki krafta til að lifa lengur hjá okkur.

Sá litli saknaði móður sinnar sárlega og það sem meira var að hann þjáðist af hugri! Sem betur fór var hann stór og vel þroskaður fyrir sinn aldur!

Hvað áttum við nú til bragðs að taka? Við fluttum hann til hinna stóðhryssnanna okkar. Þær voru allar búnar að kasta og voru með folöld sér við hlið.

Þær höfðu nóg að gera við að sinna sínum eigin folöldum og voru aldeilis ekki ánægðar með ágang þessa litla móðurleysingja. Þær lögðu kollhúfur og bitu hann strax frá sér um leið og hann reyndi að komast á spena hjá þeim.

En hann var enn of ungur til að geta lifað af hjálparlaust og án móðurmjólkur. Í raunum sínum leitaði hann á náðir okkar ef hann sá okkur einhvers staðar eða hann hélt sig hjá gamalli geldri ræktunarhryssu sem við settum til hans.

Alveg sama hvað hann reyndi, hann fékk ekki deigan mjólkurdropa úr hryssunni. Við tókum því á það ráð að gefa honum mjólk úr pela. Hann teygaði mjólkina með svo mikilli áfergju að honum svelgist iðulega á og við vorum hrædd um að þetta endaði með að hann fengi lungnabólgu.

Á sama tíma leituðum við ákaft á netinu að annarri fósturmóður handa honum, en án árangurs þar til eitt kvöldið að hringt var í okkur.

Í gegnum kunningsskap var kona sem hafði heyrt um leit okkar að fósturmóður handa folaldinu. Hún átti hryssu sem hafði kastað tvíburafolöldum sem dóu bæði skömmu eftir fæðinguna. Hræðileg upplifun fyrir aumingja hryssuna.

Myndi kannski þessi sorgmædda hryssa þýðast folaldið okkar? Konan bauð okkur að koma með folaldið til sín.

Strax sama kvöld lögðum við af stað með folaldið ásamt samferðahrossi. Við veltum því fyrir okkur hvort ferðalagið myndi bera árangur eða yrði það bara auka álag fyrir litla móðurleysingjann okkar?


Hryssan var mjög óróleg enda nýbúin að missa bæði folöldin. Okkar folald var mun eldra eða orðið fjögurra vikna gamalt. Ef þetta gengi upp myndu bæði hafa ótrúlega mikinn ávinning af þessu.

Þá ætti folaldið okkar möguleika á að þroskast á eðlilegan hátt og við hlið fósturmóður sinnar og hryssan myndi sennilega fyrr vinna bug á sorg sinni.

Þegar folald er vanið undir fósturmóðir heppnast það yfirleitt ekki strax og þarf mikla þolinmæði til og óvíst um endalokin.

Hryssur þekkja folöldin sín á lyktinni. Þar sem lyktin af utanaðkomandi folaldi er framandi fyrir hryssuna verður það til þess að þær þýðast þau ekki og afneita þeim.

Því reyndum því að yfirgnæfa lykt folaldsins okkar með olíum sem lykta mjög sterkt. Við bárum olíuna á nasir hryssunnar og á bak folaldsins.

En þrátt fyrir þetta hleypti hryssan folaldinu ekki á spena og nema ef henni var haldið. Gott fólk á bænum tók að sér passa uppá að folaldið okkar gæti sogið hryssuna reglulega.

Nýfædd folöld þurfa að drekka á tveggja tíma fresti. Þegar þau verða eldri lengist tíminn milli þess sem þau þurfa að drekka sem óneitanlega auðveldar stöðuna fyrir mannfólkið. En það er mikilvægt að gefast ekki of fljótt upp, ef fósturmóðir afneitar folaldi og hrekur það í burtu.

Í okkar tilfelli þurftum við ekki að bíða mjög lengi því bæði vöndust hvoru öðru fljótt. Eftir aðeins tvo daga þurfti ekki lengur að halda hryssunni fastri á meðan folaldið saug og eftir þrjá daga leyfði hún honum að mótþróalaust að drekka, öllum til mikils léttis.

Nú hafa þau vanist hvoru öðru og eru orðin lítil heild. Ókunnugum myndi ekki gruna að móðir og folald eru ekki skyld.

Litla hestfolaldið okkar var núna búið að fá frábæra fósturmóður. Voru það kannski örlög að þetta fór svona? Það er býsna margt líkt með þeim. Bæði móðir hans og fósturmóðir voru skjóttar og annað folaldanna sem hryssan missti var einnig skjótt rétt eins og fóstursonurinn.

Móðir folaldsins okkar var frábær ræktunarhryssa sem hafði eignast ellefu folöld áðuren hann fæddist. Hún var mjög blíð, hugsunarsöm, þolinmóð og frábær móðir.

Hún hafði eytt allri sinni orku í að sinna folaldinu sínu þar til að hún hafði ekki meiri krafta. Hún var ein af þeim hrossum sem ég gat skriðið undir magan á eða lagt mig flöt fyrir framan og ég vissi að hún myndi ekki stíga á mig.

Við efndum loforð okkar og pössuðum vel uppá son hennar. Við munum aldrei gleyma henni. Þegar ég horfi á þennan litla stóðhest við hlið fósturmóður sinnar veit ég að það borgar sig að leggja á sig þessa vinnu.

Gwendolyn Simper

þýtt út þýsku

Passar við þessa sögu:

MÓSA MINNING

Sagan sem á eftir fer birtist fyrst árið 1931 í tímaritinu „Dýraverndarinn“ og fjallar um það hverning hesturinn Mósi bjargar lífi ungs drengs á sveitaheimili fyrir u.þ.b. 100 árum.

LESA MEIRA

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

Senda inn sögu:

Á þessari vefsíðu er ætlunin að bjóða upp á breitt úrval af sögum og frásögnum af hestum úr öllum áttum.

Við leggjum áherslu á listræna hönnun síðunnar þar sem samspil texta og mynda gegnir þýðingarmiklu hlutverki.

Þar af leiðandi gætum við þurft að gera einhverjar breytingar á innsendu efni. Hins vegar verða engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi aðila. Áður en sagan er birt á vefsíðunni er hún send til höfundarins til yfirlestrar og ekki birt fyrren búið er að fá samþykki viðkomandi fyrir breytingunum.

PERSÓNULEGAR UPPLÝSINGAR
SAGAN ÞÍN

Best er að þú vistir textann þinn sem World skjal og sendir það ásamt myndum í viðhengi tölvupóstins til okkar. Athugið að senda aðeins inn myndir sem má nota á internetinu eða myndir sem þið eigið höfnundaréttin að.

upplýsingar um söguna